Margir vilja reka hótel

Fulltrúar félagsins Starrahæðar segja þeim fara fjölgandi sem vilja reka hótel sem félagið er að byggja á Selfossi. Áhuginn fari vaxandi.

Starrahæð ehf. keypti lóðina undir fyrirhugað hótel í fyrravor. Það verður við Eyraveg 11-13, á ská á móti Hótel Selfossi. Lóðin var auð þegar Starrahæð keypti hana.

Fulltrúar félagsins báðust undan viðtali. Hótelið verður fjögurra stjörnu. Mikið er lagt upp úr hönnun sem er á herðum Guðna Pálssonar arkitekts. Hótelið við Eyraveg verður fjórar hæðir auk kjallara. Á baklóð verða stæði fyrir 26 bíla. Tíu herbergi verða á fyrstu hæð en 20 herbergi á hæðum 2 til 4, samtals 70 herbergi. Hótelið verður um 3.100 fermetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert