Hótel allt í kring en 5 herbergjum hafnað

Hjónin Birna Björgvinsdóttir og Jón Hermannsson hafa á undanförnum 11 árum eytt orku, tíma og miklum fjármunum í að gera upp hús frá árinu 1887 sem stendur við Veltusund 3B. Hugmyndin er að á efri hæðum hússins verði 5 litlar íbúðir til útleigu fyrir ferðamenn. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar margsinnis neitað hjónunum um leyfi fyrir starfsemina.

Fékk vilyrði frá borginni

Jón starfaði þar um áratugaskeið frá árinu 1978 í úrsmíðaverslun föður síns Hermanns Heiðars Jónssonar. Árið 2005 höfðu hjónin tök á að festa kaup á öllu húsinu sem hann gerði. Í upphafi var Jón í sambandi við húsafriðunarnefnd og Reykjavíkurborg um hvernig standa ætti að endurbótum á húsinu sem var á þessum tíma í mikilli niðurníslu. „Ég fór hingað með Jóhannesi Kjarval heitnum sem var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs og honum leist vel á mínar fyrirætlanir,“ segir Jón. Við bankahrunið varð þó hlé á framkvæmdum en þegar Jón sótti svo formlega um leyfið árið 2014 var honum synjað á þeim forsendum að árið 2015 yrði settur 23% kvóti á gistirými í Kvosinni árið 2015.

Verið er að bæta við um 16 þús. fermetrum af ...
Verið er að bæta við um 16 þús. fermetrum af gistirýmum á svæðinu. mbl.is/Hallur Már

Þetta segir Jón að hafi komið sér alveg að óvörum þar sem borginni ætti að hafa verið fullkunnugt um fyrirætlanir sínar og sýnt hafi verið fram á að í deiliskipulagi hafi verið gert ráð fyrir gistiþjónustu í húsinu. „Síðan þá hef ég sótt um að nýju reglulega en ég fæ alltaf mismunandi ástæður. Ég hef alltaf náð að hrekja þær og sótt að nýju um en er þá synjað á nýjum forsendum,“ segir Jón. Honum hafi þó verið gert að gera húsið upp til þess að það myndi standast reglur um gístirými, með góðu sprinkler-kerfi og þreföldum gifsveggjum sem hafi kostað háar fjárupphæðir. Þetta geri það m.a. að verkum að húsnæðið sé orðið alltof dýrt til útleigu á almennum leigumarkaði.   

Synjun eina ferðina enn

Eftir að hafa fengið synjun frá borginni í janúar vegna kvótans á gistirými í Kvosinni fékk Jón Daða Björnsson, landupplýsingafræðing, til að meta hvort svigrúm væri til að bæta við gistiaðstöðu á svæðinu. Niðurstaða þess mats var, að með fyrirséðri aukningu á gistiþjónustu á svæðinu á Iðnaðarbankareit, Alþingisreit og Landssímareit þar sem við bætast tæplega 16 þúsund fermetrar af gistirými, yrði hlutfall af gistiþjónustu á svæðinu 22,45%.

Jón og Birna hafa reynt að klára einstaka íbúðir til ...
Jón og Birna hafa reynt að klára einstaka íbúðir til þess að geta tekið myndir af þeim í þeirri von um að leyfið fáist frá borginni. mbl.is/Halllur Már

Herbergin fimm sem Jón og Birna ætluðu að setja í útleigu eru samtals um 230 fermetrar og myndu bæta 0,12 prósentum við það hlutfall. Þessum upplýsingum komu hjónin áleiðis innan borgarinnar en þau hafa verið í miklu sambandi við Hjálmar Sveinsson, formann Umhverfis- og skipulagsráðs, vegna málsins. „Þá fæ ég synjun eina ferðina enn með engri ástæðu. Bara út af því að það er synjað. Ég hef á þriðja ár reynt að fá fund með Degi [B. Eggertsyni, borgarstjóra] en hann hefur aldrei viljað svara mér,“ segir Jón.

Málið var tekið fyrir á fundi í Umhverfis- og skipulagsnefnd á þriðjudag. Þar kemur fram að fulltrúar Samfylkingar, Vinstri Grænna og Bjartrar Framtíðar hafi greitt atkvæði gegn því að veita leyfið á meðan Halldór Halldórsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks hafi stutt leyfisveitinguna og hafi látið bóka að:  

„Að samþykkja eigi beiðni eiganda Veltusunds 3 b um að fá leyfi fyrir gististarfsemi í húsinu enda hefur hann ítrekað óskað eftir því allt frá árinu 2007. Miðað við 23% heimild fyrir gistingu í Kvosinni myndi gististarfsemi í þessu húsi rúmast innan þess gistikvóta fyrir það svæði.“

Hjálmar Sveinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir frá Samfylkingu, Magnea Guðmundsdóttir fyrir Bjarta Framtíð og Torfi Hjartarson fyrir Vinstri Græna gagnbókuðu:

„Fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs benda á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi er ekki heimilt að vera með gististarfsemi í húsinu við Veltusund 3B.“

Hótel allt í kring

„Svo verður maður svolítið sár þegar maður lítur út um gluggann þar sem verið er að rífa gömul hús við hliðina á okkur og reisa þar 130 herbergi þar sem gömlu húsin í kring eiga að vera stoðrými og svo fáum við ekki að vera með okkar fimm litlu herbergi í þessu gistihúsi, þetta er nú varla hótel einu sinni,“ bætir Birna við en þau hjónin eru komin í erfiða stöðu gagnvart lánadrottnum sínum vegna þessa hindrana og hafa því sjálf verið að teppaleggja og gera það sem hægt er til þess að fullklára rýmin í von um að leyfið fáist frá borginni.

Húsnæðið er gamalt og reynt hefur verið að halda í ...
Húsnæðið er gamalt og reynt hefur verið að halda í upprunalega hluti eins þennan skorstein. mbl.is/Hallur Már

Sævar Þór Jónsson er lögmaður hjónanna og hann segir vinnubrögð borgarinnar vera mjög óvenjuleg. „Ég tel þetta mál vera góðan vitnisburð um mál þar sem gróflega er brotið á stjórnsýslurétti almennings í borginni. Svo virðist sem umhverfis- og skipulagsráð telji sig geta hafnað réttmætum kröfum umbjóðanda míns án þess að rökstyðja það nokkuð.  Það liggja fyrir gögn í málinu sem sýna að umbjóðandi minn hafði réttmætar væntingar til þess að hann fengi umrætt leyfi enda hafa meðal annars fyrrv. embættismenn borgarinnar staðfest það með yfirlýsingum,“ segir Sævar.

Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við vinnslu fréttarinnar.

Örfáum metrum frá er svipað hús sem hefur fengist leyfi ...
Örfáum metrum frá er svipað hús sem hefur fengist leyfi fyrir að nýta sem stoðrými í væntanlegu hóteli. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Innlent »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »

Hljóðsjár hafa mikil áhrif á andarnefjur

16:15 Hljóðbylgjur frá hljóðsjám, sem meðal annars eru notaðar í sjóhernaði, hafa mikil áhrif á hegðun andarnefja á afskekktum svæðum á norðurslóðum, jafnvel þótt bylgjurnar séu sendar út í tuga kílómetra fjarlægð frá dýrunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Grindvíkingar hamingjusamastir

16:06 Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun Embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

16:00 Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »

Verkfallsrétturinn „óvefengdur“

15:56 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstu vikur. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu ASÍ. Þar segir að það sé grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör. Meira »

Eyjólfur sækist eftir endurkjöri

15:40 Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér í embætti formanns Samtaka atvinnulífsins, en því hefur hann gegnt frá árinu 2017, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna. Þá hefst rafræn kosning meðal aðildarfyrirtækja í þessari viku. Meira »

Frestað að fella skorsteininn

14:54 Vegna veðurs verður skorsteinn, sem var hluti af Sementsverksmiðjunni á Akranesi, ekki felldur á fimmtudaginn eins og til stóð heldur verður því frestað fram á föstudaginn. Verður skorsteinninn feldur klukkan 12:15 þann dag. Meira »

Ragnar Þór nýr formaður LÍV

14:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) á fundi sambandsins sem fram fór í hádeginu í dag, en Guðbrandur Einarsson sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Óskýr ummæli í dómi MDE

14:30 Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, telur að túlka verði niðurstöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot á ákvæðum Mannréttindasáttmálans þannig að hún gildi aðeins um fjóra dómara Landsréttar þar sem dómsmálaráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar en ekki þannig að dóm­stóll­inn í heild sinni telj­ist ekki skipaður lög­um sam­kvæmt. Ummæli í dóminum um þetta séu hins vegar óskýr. Meira »

Sjöunda mislingatilfellið staðfest

13:50 Nýtt tilfelli mislinga greindist í gær og er það sjöunda tilfellið sem greinist frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar. Meira »

Katrín „gúgglaði“ hamingjuna

13:45 Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, sem er í dag, ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að „gúggla“ hamingjuna. Afrakstur „gúgglsins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti landlæknis stendur fyrir í dag undir yfirskriftinni: Hamingja, heilsa og vellíðan - samfélagsleg ábyrgð? Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...