Hótel allt í kring en 5 herbergjum hafnað

Hjónin Birna Björgvinsdóttir og Jón Hermannsson hafa á undanförnum 11 árum eytt orku, tíma og miklum fjármunum í að gera upp hús frá árinu 1887 sem stendur við Veltusund 3B. Hugmyndin er að á efri hæðum hússins verði 5 litlar íbúðir til útleigu fyrir ferðamenn. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar margsinnis neitað hjónunum um leyfi fyrir starfsemina.

Fékk vilyrði frá borginni

Jón starfaði þar um áratugaskeið frá árinu 1978 í úrsmíðaverslun föður síns Hermanns Heiðars Jónssonar. Árið 2005 höfðu hjónin tök á að festa kaup á öllu húsinu sem hann gerði. Í upphafi var Jón í sambandi við húsafriðunarnefnd og Reykjavíkurborg um hvernig standa ætti að endurbótum á húsinu sem var á þessum tíma í mikilli niðurníslu. „Ég fór hingað með Jóhannesi Kjarval heitnum sem var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs og honum leist vel á mínar fyrirætlanir,“ segir Jón. Við bankahrunið varð þó hlé á framkvæmdum en þegar Jón sótti svo formlega um leyfið árið 2014 var honum synjað á þeim forsendum að árið 2015 yrði settur 23% kvóti á gistirými í Kvosinni árið 2015.

Verið er að bæta við um 16 þús. fermetrum af ...
Verið er að bæta við um 16 þús. fermetrum af gistirýmum á svæðinu. mbl.is/Hallur Már

Þetta segir Jón að hafi komið sér alveg að óvörum þar sem borginni ætti að hafa verið fullkunnugt um fyrirætlanir sínar og sýnt hafi verið fram á að í deiliskipulagi hafi verið gert ráð fyrir gistiþjónustu í húsinu. „Síðan þá hef ég sótt um að nýju reglulega en ég fæ alltaf mismunandi ástæður. Ég hef alltaf náð að hrekja þær og sótt að nýju um en er þá synjað á nýjum forsendum,“ segir Jón. Honum hafi þó verið gert að gera húsið upp til þess að það myndi standast reglur um gístirými, með góðu sprinkler-kerfi og þreföldum gifsveggjum sem hafi kostað háar fjárupphæðir. Þetta geri það m.a. að verkum að húsnæðið sé orðið alltof dýrt til útleigu á almennum leigumarkaði.   

Synjun eina ferðina enn

Eftir að hafa fengið synjun frá borginni í janúar vegna kvótans á gistirými í Kvosinni fékk Jón Daða Björnsson, landupplýsingafræðing, til að meta hvort svigrúm væri til að bæta við gistiaðstöðu á svæðinu. Niðurstaða þess mats var, að með fyrirséðri aukningu á gistiþjónustu á svæðinu á Iðnaðarbankareit, Alþingisreit og Landssímareit þar sem við bætast tæplega 16 þúsund fermetrar af gistirými, yrði hlutfall af gistiþjónustu á svæðinu 22,45%.

Jón og Birna hafa reynt að klára einstaka íbúðir til ...
Jón og Birna hafa reynt að klára einstaka íbúðir til þess að geta tekið myndir af þeim í þeirri von um að leyfið fáist frá borginni. mbl.is/Halllur Már

Herbergin fimm sem Jón og Birna ætluðu að setja í útleigu eru samtals um 230 fermetrar og myndu bæta 0,12 prósentum við það hlutfall. Þessum upplýsingum komu hjónin áleiðis innan borgarinnar en þau hafa verið í miklu sambandi við Hjálmar Sveinsson, formann Umhverfis- og skipulagsráðs, vegna málsins. „Þá fæ ég synjun eina ferðina enn með engri ástæðu. Bara út af því að það er synjað. Ég hef á þriðja ár reynt að fá fund með Degi [B. Eggertsyni, borgarstjóra] en hann hefur aldrei viljað svara mér,“ segir Jón.

Málið var tekið fyrir á fundi í Umhverfis- og skipulagsnefnd á þriðjudag. Þar kemur fram að fulltrúar Samfylkingar, Vinstri Grænna og Bjartrar Framtíðar hafi greitt atkvæði gegn því að veita leyfið á meðan Halldór Halldórsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks hafi stutt leyfisveitinguna og hafi látið bóka að:  

„Að samþykkja eigi beiðni eiganda Veltusunds 3 b um að fá leyfi fyrir gististarfsemi í húsinu enda hefur hann ítrekað óskað eftir því allt frá árinu 2007. Miðað við 23% heimild fyrir gistingu í Kvosinni myndi gististarfsemi í þessu húsi rúmast innan þess gistikvóta fyrir það svæði.“

Hjálmar Sveinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir frá Samfylkingu, Magnea Guðmundsdóttir fyrir Bjarta Framtíð og Torfi Hjartarson fyrir Vinstri Græna gagnbókuðu:

„Fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs benda á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi er ekki heimilt að vera með gististarfsemi í húsinu við Veltusund 3B.“

Hótel allt í kring

„Svo verður maður svolítið sár þegar maður lítur út um gluggann þar sem verið er að rífa gömul hús við hliðina á okkur og reisa þar 130 herbergi þar sem gömlu húsin í kring eiga að vera stoðrými og svo fáum við ekki að vera með okkar fimm litlu herbergi í þessu gistihúsi, þetta er nú varla hótel einu sinni,“ bætir Birna við en þau hjónin eru komin í erfiða stöðu gagnvart lánadrottnum sínum vegna þessa hindrana og hafa því sjálf verið að teppaleggja og gera það sem hægt er til þess að fullklára rýmin í von um að leyfið fáist frá borginni.

Húsnæðið er gamalt og reynt hefur verið að halda í ...
Húsnæðið er gamalt og reynt hefur verið að halda í upprunalega hluti eins þennan skorstein. mbl.is/Hallur Már

Sævar Þór Jónsson er lögmaður hjónanna og hann segir vinnubrögð borgarinnar vera mjög óvenjuleg. „Ég tel þetta mál vera góðan vitnisburð um mál þar sem gróflega er brotið á stjórnsýslurétti almennings í borginni. Svo virðist sem umhverfis- og skipulagsráð telji sig geta hafnað réttmætum kröfum umbjóðanda míns án þess að rökstyðja það nokkuð.  Það liggja fyrir gögn í málinu sem sýna að umbjóðandi minn hafði réttmætar væntingar til þess að hann fengi umrætt leyfi enda hafa meðal annars fyrrv. embættismenn borgarinnar staðfest það með yfirlýsingum,“ segir Sævar.

Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við vinnslu fréttarinnar.

Örfáum metrum frá er svipað hús sem hefur fengist leyfi ...
Örfáum metrum frá er svipað hús sem hefur fengist leyfi fyrir að nýta sem stoðrými í væntanlegu hóteli. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Innlent »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...