Búið áfram undir eftirliti

Ekki verður gripið til frekari vörslusviptingar hjá bóndanum á Austurlandi. …
Ekki verður gripið til frekari vörslusviptingar hjá bóndanum á Austurlandi. Mynd úr safni. mbl.is/Atli Vigfússon

Umbætur hafa verið gerðar á starfsemi sauðfjárbónda á Austurlandi í kjölfar þess að Matvælastofnun greip til aðgerða og aflífaði 58 vanfóðraðar kindur. Áfram verður fylgst með búinu segir Viktor S. Pálsson, forstöðumaður samhæfingarsviðs Matvælastofnunar, í samtali við mbl.is.

Viktor segir nauðsynlegar úrbætur hafi verið gerðar af hálfu bóndans og var það mat eftirlitsaðila á vegum stofnunarinnar að orðið var við kröfum hennar. Hann segir einnig að búið muni áfram vera undir eftirliti en að ekki verður gripið til frekari vörslusviptingar.

Sérstakt eftirlit hafði verið með búinu frá því í janúar á þessu ári, en 16. apríl síðastliðin svipti Matvælastofnun bóndann hluta fjár hans sem síðan var aflífað. Bóndinn hafði ekki sinnt reglu­bund­inni fóðrun, ásamt því að ástandi á hey­inu var talið ábóta­vant. Um 500 kindur eru á bænum og voru þær allar skoðaðar af starfsmönnum Matvælastofnunar. Sumt fé var í góðu standi en fjöldi fjár var byrjað að horast.

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, sagði í kjölfarið við mbl.is „við ætl­um ekki að bíða eft­ir því að þurfa að af­lífa fleiri. Við erum fyrst um sinn að reyna að koma fóðri í þær og reyna að hjálpa þeim sem eru illa vannærðir. Af­líf­un er neyðarúr­ræði. Þetta voru kind­ur sem ekki var bjarg­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert