Dýraverndunarsamtök kæra meint dýraníð blóðmera

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in AWF/​​TSB (Ani­mal Welfare Foundati­on/​​Tierschutzbund Zürich) hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna dýraníðs og brota gegn lögum um velferð dýra. 

Heimildin greinir frá þessu og segir að lögmannsstofan Réttur hafi lagt fram kæruna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd samtakanna sem eru þýsk og svissnesk. 

Samtökin fara þess á leit við lögregluyfirvöld að málið verði sett í farveg ákærumeðferðar þar sem þau telja gögn liggja fyrir sem sýni alvarlegt ofbeldi gegn hestum sem skuli vera rannsakað, stöðvað og gerð viðeigandi refsing fyrir.

Upp­haf máls­ins má rekja til þess þegar dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in AWF/​​TSB birtu mynd­band þann 22. nóv­em­ber 2021 sem sýndi mynd­búta af meðferð hryssna við blóðtöku hér á landi.

Mat­væla­stofn­un tók málið til skoðunar og sögðust líta málið al­var­leg­um aug­um en til­raun­ir voru gerðar til þess að nálg­ast mynd­efnið óklippt frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um. Mast sagði sam­tök­in hafa hafnað því að senda þeim óklippt efni en greint frá því hvenær upp­tök­ur á efn­inu fóru fram.

Rannsókn Mast leiddi þó í ljós hvar at­vik­in áttu sér stað og hver hafi átt hlut í máli.

Málinu var vísað til lögreglu í janúar árið 2022 en fyrir ári síðan, í janúar 2023, var rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi lögð niður vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um er­lend­is frá. Lög­regl­an reyndi þá ít­rekað að kom­ast yfir frek­ari gögn frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um sem upp­ljóstruðu mál­inu en allt kom fyr­ir ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert