Lögregla kannar búsetu í Árneshreppi

Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetuna í dag.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetuna í dag. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetu á nokkrum lögheimilum í Árneshreppi í dag vegna lögheimilisflutninga sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Ein ástæða rannsóknarinnar er að lögheimilisbreytingarnar þóttu hlutfallslega mjög miklar að mati Þjóðskrár, en fjölgunin nemur 40% miðað við fyrri íbúafjölda.

Alls fluttu sautján einstaklingar lögheimili sitt í Árneshrepp, sem er fámennasta sveitarfélag landsins, á tímabilinu 24. apríl til 4. maí, en kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum 26. maí miðast við 5. maí. Fjöldinn þótti mikill á stuttum tíma og teknar voru til skoðunar skráningar síðustu tvær vikurnar fyrir viðmiðunardag kjörskrár.

Bent hefur verið á að ný sveitarstjórn muni geta haft mikið að segja um fyrirhugaða byggingu Hvalárvirkjunar. Eva Sigurbjörnsdóttir, sveitarstjóri í Árneshreppi, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.

Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld, en hann segir að barnsmóðir hans sé ein þeirra sem fengið hafi heimsókn frá lögreglunni. 

Búseta könnuð á nokkrum stöðum

Þjóðskrá hefur heimild til að óska aðstoðar lögreglu þyki þörf á vegna rannsókna lögheimilismála. Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands og staðgengill forstjóra stofnunarinnar, staðfestir í samtali við mbl.is að fyrir helgi hafi verið ákveðið að nýta heimildina.

„Ég get upplýst að þessi heimild var nýtt. Það var haft samband við stjórnvöld fyrir vestan, það er liður í málsmeðferðinni að nýta þessa heimild sem er til staðar,“ segir hún, en bætir við að sér sé þó ekki kunnugt hvernig lögregla framkvæmi könnunina. 

„Við óskum eftir þessari aðstoð, að kanna búsetu á tilteknum heimilisföngum. Ég get samt ekki sagt til um hvað lögreglan gerir. Við fáum síðan skýrslu þegar rannsókninni er lokið,“ segir hún og bætir við að það sé því undir lögreglu komið hvenær niðurstaða liggi fyrir.

Þjóðskrá aflar enn annarra gagna um lögheimilisflutningana og ekki liggur fyrir hvenær málinu lýkur. „Við getum ekkert sagt um niðurstöðuna fyrr en öll gögn hafa borist. Þetta eru annars vegar upplýsingar sem við óskum eftir frá þessum einstaklingum sjálfum og síðan upplýsingar sem við óskum eftir frá öðrum aðilum, t.d. lögreglu,“ segir Ástríður.

Engu málanna lokið hjá Þjóðskrá

Í fréttum undanfarna daga hafa nokkrir einstaklinganna lýst yfir ástæðum lögheimilisflutninganna. Þannig segjast sumir þeirra eiga rætur í Árneshreppi en einnig hafa komið fram þær skýringar að viðkomandi stundi nám annars staðar á landinu.

Í yfirlýsingu Ólafs Valssonar, kaupfélagsstjóra í Norðurfirði, sagði, vegna lögheimilisflutninga dóttur hans og stjúpdóttur, að þær væru báðar námsmenn. Þær hafi bent Þjóðskrá á þetta og að málin féllu einfaldlega um sjálf sig.

Ástríður segir að athuguninni sé ekki lokið gagnvart neinum þeirra sem um ræðir. „Við bíðum enn fullnægjandi gagna til að geta tekið ákvörðun. Það sem kemur fram verður svo metið í framhaldinu. Við þurfum síðan alltaf að horfa til laganna um það hvar fólk hafi fasta búsetu og þá hvort undanþáguskilyrði laganna eigi við, einkum um námsmenn og þingmenn,“ segir hún. „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir í neinu málanna enn þá,“ segir hún.

Aðspurð segir hún að ekki hafi borist svör frá öllum aðilum, en samkvæmt heimildum mbl.is hafa minnst tíu einstaklingar sem fengu bréfsendingu frá Þjóðskrá mótmælt og krafist gagna frá Þjóðskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sveinbjörg Birna kynnti lag á K100

08:16 „Ef þetta er Tarzan lag þá er ég bara Jane," sagði Sveinbjörg Birna á inngangskafla lagsins Tarzan Boy með Baltimora í Magasíninu á K100. Meira »

16 stiga hiti í dag

06:35 Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Önnur lægð er væntanleg yfir landið á morgun. Meira »

Lét öllum illum látum

06:27 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálftvö í nótt um hávaða og læti úr íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var einn íbúi mjög æstur og hafði skemmt eitthvað af innanstokksmunum. Meira »

Fulltrúar 8 framboða ná kjöri

05:50 Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor, en Flokkur fólksins engan sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Meira »

Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

05:30 Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða. Meira »

Ekki skylt að skrá leigutekjur

05:30 Sú krafa er ekki gerð til borgarfulltrúa í reglum borgarinnar um hagsmunaskráningu að þeir geti hagsmuna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Meira »

Borgin hindrar ljós í Kjós

05:30 Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Meira »

Átakafundur í Kópavogi

05:30 Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt, 10-20 metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
 
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...