Lögregla kannar búsetu í Árneshreppi

Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetuna í dag.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetuna í dag. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Vestfjörðum hefur kannað búsetu á nokkrum lögheimilum í Árneshreppi í dag vegna lögheimilisflutninga sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Ein ástæða rannsóknarinnar er að lögheimilisbreytingarnar þóttu hlutfallslega mjög miklar að mati Þjóðskrár, en fjölgunin nemur 40% miðað við fyrri íbúafjölda.

Alls fluttu sautján einstaklingar lögheimili sitt í Árneshrepp, sem er fámennasta sveitarfélag landsins, á tímabilinu 24. apríl til 4. maí, en kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum 26. maí miðast við 5. maí. Fjöldinn þótti mikill á stuttum tíma og teknar voru til skoðunar skráningar síðustu tvær vikurnar fyrir viðmiðunardag kjörskrár.

Bent hefur verið á að ný sveitarstjórn muni geta haft mikið að segja um fyrirhugaða byggingu Hvalárvirkjunar. Eva Sigurbjörnsdóttir, sveitarstjóri í Árneshreppi, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.

Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld, en hann segir að barnsmóðir hans sé ein þeirra sem fengið hafi heimsókn frá lögreglunni. 

Búseta könnuð á nokkrum stöðum

Þjóðskrá hefur heimild til að óska aðstoðar lögreglu þyki þörf á vegna rannsókna lögheimilismála. Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands og staðgengill forstjóra stofnunarinnar, staðfestir í samtali við mbl.is að fyrir helgi hafi verið ákveðið að nýta heimildina.

„Ég get upplýst að þessi heimild var nýtt. Það var haft samband við stjórnvöld fyrir vestan, það er liður í málsmeðferðinni að nýta þessa heimild sem er til staðar,“ segir hún, en bætir við að sér sé þó ekki kunnugt hvernig lögregla framkvæmi könnunina. 

„Við óskum eftir þessari aðstoð, að kanna búsetu á tilteknum heimilisföngum. Ég get samt ekki sagt til um hvað lögreglan gerir. Við fáum síðan skýrslu þegar rannsókninni er lokið,“ segir hún og bætir við að það sé því undir lögreglu komið hvenær niðurstaða liggi fyrir.

Þjóðskrá aflar enn annarra gagna um lögheimilisflutningana og ekki liggur fyrir hvenær málinu lýkur. „Við getum ekkert sagt um niðurstöðuna fyrr en öll gögn hafa borist. Þetta eru annars vegar upplýsingar sem við óskum eftir frá þessum einstaklingum sjálfum og síðan upplýsingar sem við óskum eftir frá öðrum aðilum, t.d. lögreglu,“ segir Ástríður.

Engu málanna lokið hjá Þjóðskrá

Í fréttum undanfarna daga hafa nokkrir einstaklinganna lýst yfir ástæðum lögheimilisflutninganna. Þannig segjast sumir þeirra eiga rætur í Árneshreppi en einnig hafa komið fram þær skýringar að viðkomandi stundi nám annars staðar á landinu.

Í yfirlýsingu Ólafs Valssonar, kaupfélagsstjóra í Norðurfirði, sagði, vegna lögheimilisflutninga dóttur hans og stjúpdóttur, að þær væru báðar námsmenn. Þær hafi bent Þjóðskrá á þetta og að málin féllu einfaldlega um sjálf sig.

Ástríður segir að athuguninni sé ekki lokið gagnvart neinum þeirra sem um ræðir. „Við bíðum enn fullnægjandi gagna til að geta tekið ákvörðun. Það sem kemur fram verður svo metið í framhaldinu. Við þurfum síðan alltaf að horfa til laganna um það hvar fólk hafi fasta búsetu og þá hvort undanþáguskilyrði laganna eigi við, einkum um námsmenn og þingmenn,“ segir hún. „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir í neinu málanna enn þá,“ segir hún.

Aðspurð segir hún að ekki hafi borist svör frá öllum aðilum, en samkvæmt heimildum mbl.is hafa minnst tíu einstaklingar sem fengu bréfsendingu frá Þjóðskrá mótmælt og krafist gagna frá Þjóðskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »

Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

10:51 Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki hægt að græða á HM

10:43 Heimseistaramótið í fótbolta er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi. En viðskiptin á bakvið keppnina er líka mjög áhugaverður heimur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki að hagnast á keppninni. Meira »

Mosfellsbær vex í allar áttir

09:49 Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbúum hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Sláttuvél til sölu
Til sölu framhjóladrifin Murray Sentinel 60 garðsláttuvél með 80 lítra söfnunarp...
 
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...