Líflegt vor og margir forvitnilegir fuglar

Víxlnefur sást fyrst hér á landi árið 2009 og sást …
Víxlnefur sást fyrst hér á landi árið 2009 og sást í þriðja skipti á Selfossi á föstudaginn. Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson

Ýmissa sjaldgæfra fugla hefur orðið vart á landinu síðustu daga þó svo að allir hafi þeir sést áður hérlendis. Nefna má víxlnef á Selfossi, kanaduðru sem sást við Mývatn, svölustelk í Sandgerði, fitjatítu við Hvalsnes á Reykjanesi og til viðbótar má nefna að veimiltíta sást á Eyrarbakka.

Í umfjöllun um fuglakomur í Morgunblaðinu í dag segir Yann Kolbeinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands, vorið hafa verið líflegt fyrir fuglaáhugamenn og talsvert af skemmtilegum fuglum hafi komið til landsins.

Við fyrrnefnda fugla bætir Yann tegundum eins og laufglóa sem sást í Nökkvavogi í Reykjavík á sunnudag, en hann hafði aðeins sést 12 sinum áður á landinu. Gjóður sást í Grímsey í síðustu viku, en það er ránfugl sem veiðir fiska sér til matar og grípur þá rétt undir yfirborði, stundum eru fiskarnir býsna stórir miðað við stærð fuglsins. Í Miðskeri í Nesjum sást trjástelkur í gær, en innan við 10 fuglar hafa sést á Íslandi af þeirri tegund. Greint er frá heimsóknum sjaldgæfra fugla á fuglar.is. en einnig á facebook.com/birdingiceland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert