Einkaleyfi orðin tífalt fleiri en 2007

Hulunni var svipt af nýja landsliðsbúningnum í mars.
Hulunni var svipt af nýja landsliðsbúningnum í mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einkaleyfum í gildi hér landi hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þau nú orðin tífalt fleiri en árið 2007. Þetta kemur fram í nýútkomnu tölublaði ELS-tíðinda sem Einkaleyfastofan gefur út.

Þar er tilkynnt um skráningu 250 vörumerkja og hafa þá samtals verið skráð 938 vörumerki það sem af er árinu. Í blaðinu er jafnframt tilkynnt um endurnýjun 265 vörumerkja. Þar með talin eru 61.290 vörumerki skráð hér á landi og hafa þau aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í ELS-tíðindum.

Í blaðinu eru alls 15 hönnunarskráningar auglýstar. „Þeirra á meðal er nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Á sama tíma er auglýst endurnýjun 14 hönnunarskráninga,“ segir þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert