Íslendingur lést í slysinu

Tveir fólksbílar rákust saman á brú sem varð til þess …
Tveir fólksbílar rákust saman á brú sem varð til þess að einn lést.

Einstaklingurinn sem lést í slysinu á Suðurlandsvegi í dag er Íslendingur. Þeir þrír sem voru fluttir á slysadeild Landspítalans eru erlendir ferðamenn og eru tveir þeirra lítið slasaðir.

Sá þriðji er meira slasaður og þarf að gangast undir rannsóknir, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarsson, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Tveir fólksbílar rákust saman í slysinu á tvíbreiðri brú yfir Síkinu, vestan við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi.

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur fyrir umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert