Bækur fá framhaldslíf í hljóðeinangrun

Sunna Dís í essinu sínu í Kompunni, hljóðveri tileinkuðu hlaðvarpsupptökum, …
Sunna Dís í essinu sínu í Kompunni, hljóðveri tileinkuðu hlaðvarpsupptökum, sem opnuð verður á morgun.

Gestir geta tekið viðtal við ömmu sína, haldið langar einræður um hugðarefni sín, lesið inn sögu eða rætt nýjustu fréttir við besta vin sinn, svo fáein dæmi séu tekin,“ segir Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, um möguleikana í Kompunni, hljóðveri fyrir hlaðvarpsupptökur, sem opnuð verður í Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 17 á morgun, föstudaginn 18. maí.

„Þeir geta síðan farið með efnið heim til sín á minniskubbi, og notað það eins og þeir vilja,“ heldur hún áfram. „Við erum fyrst og fremst að skapa aðstöðuna, sem lánþegar þurfa að bóka fyrirfram og er þeim að kostnaðarlausu. Handhafar bókasafnsskírteina fá afnot af upptökutæki og tölvu og aðgengilegar leiðbeiningar svo þeir geti sem best bjargað sér sjálfir.“

Sunna Dís segir að starfsemi Borgarbókasafnsins sé í stöðugri þróun og Kompan sé aðeins einn angi af öllu því starfi. „Þótt bækur séu í lykilhlutverki, viljum við búa til rými fyrir fólk á öllum aldri til að koma, vera og skapa á bókasafninu - og lesa auðvitað.“

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert