Biðtími hefur lengst um 70% frá 2014

Biðlistar eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými hafa lengst og biðtíminn ...
Biðlistar eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými hafa lengst og biðtíminn sömuleiðis. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Biðlistar eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrýmum hafa lengst á undanförnum árum, samkvæmt nýrri samantekt Embættis landlæknis um bið eftir hjúkrunarrýmum hérlendis. Biðtími eftir hjúkrunarrými hefur lengst um nær 70% frá árinu 2014 og í samantekt embættisins er lýst yfir áhyggjum af þeirri stöðu og þeim áhrifum sem löng bið getur haft, bæði á þá einstaklinga sem bíða og á áhrifum biðtímans á aðra þætti heilbrigðiskerfisins.

Í byrjun árs 2014 voru 226 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými, eða 6,1 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri. Í ársbyrjun 2018 voru einstaklingarnir orðnir 362, eða 8,6 á hverja 1.000 íbúa yfir 67 ára aldri. 29,2 af hverjum 1.000 íbúum sem eru 80 ára eða eldri voru hins vegar á biðlista í upphafi þessa árs og það hlutfall hefur hækkað þó nokkuð frá árinu 2014, en þá voru 19,1 af hverjum 1.000 íbúum 80 ára og eldri á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrúnarrými.

Biðtími hvers og eins einstaklings hefur einnig lengst, en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs höfðu þeir 255 sem fengu hjúkrunarrými beðið að meðaltali í 126 daga. Á sama tímabili árið 2014 voru þeir 226 sem fengu úthlutun búnir að vera á biðlista í 74 daga að meðaltali. Biðtíminn er þannig sem áður segir um 70% lengri en hann var árið 2014.

Fjölgun á biðlista á landsvísu nemur 21% á undanförnum 15 mánuðum, en í janúar 2017 voru að meðaltali 303 á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Núna í mars síðastliðnum voru þeir 371 að meðaltali.

Ólíkur biðtími á milli heilbrigðisumdæma

Biðtími þeirra sem fluttust á hjúkrunarheimili á árinu 2017 var að meðaltali 113 dagar en var þó talsvert ólíkur á milli heilbrigðisumdæma. Bið þeirra sem fengu hjúkrunarrými á Norðurlandi var lengst, að meðaltali 184 dagar. Næst lengst var bið þeirra sem fengu hjúkrunarrými á Suðurnesjum, eða 151 dagur að meðaltali.

Stystur var biðtíminn á Vesturlandi eða 59 dagar að meðaltali. Á Austurlandi var meðalbiðtíminn næststystur, 74 dagar. Biðtíminn á höfuðborgarsvæðinu er 106 dagar að meðaltali.

Það sem af er árinu 2018 hafa 335 einstaklingar fengið varanlegt hjúkrunarrými. Að meðaltali höfðu þeir verið á biðlista í 127 daga áður en þeir fengu rými.

Tilkynning um samantekina á vef Embættis landlæknis.

mbl.is

Innlent »

Hópbifreið og kennslubifreið rákust saman

10:49 Hópbifreið og kennslubifreið rákust saman á Hringbraut til móts við BSÍ laust fyrir klukkan tíu í morgun.  Meira »

Hélt að Emily Clark væri ofan af Skaga

10:30 Í hópi aukaleikara í London er allskonar áhugavert fólk, m.a fuglafræðingar og einfarar. Sara Björnsdóttir listakona tók að sér verkefni sem aukaleikari í nýjustu Star Wars myndinni og lenti í ýmsu. Meira »

Tölvuárásin kom frá útlöndum

10:30 Tölvuárásin sem var gerð á Póstinn fyrr í mánuðinum kom frá útlöndum. Þetta staðfestir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Meira »

Hefja leit við Ölfusá síðar í dag

10:14 Leit mun hefjast aftur síðar í dag að manninum sem talinn er hafa stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags. Reiknað er með að leitin muni byrja um fimmleytið að sögn Gunnars Inga Friðrikssonar, verkefnastjóra svæðisstjórnar björgunarsveitanna. Meira »

Vilja undirbúa Mars-leiðangur á Íslandi

10:10 Rannsóknarteymi NASA kanna nú aðstæður á Íslandi fyrir rannsóknir sem ætlað er að skila þekkingu sem verður meðal undirstöðum könnunarleiðangra til annarra plánetna í framtíðinni. Þetta kom fram í máli dr. Jennifer Heldmann og dr. Darlene Lim frá NASA í fyrirlestri þeirra í HR í morgun. Meira »

Málmveski gera ekkert gagn

09:55 Notkun snertilausra greiðslukorta hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi sem og annars staðar. Örgjörvi kortsins á þá þráðlaus samskipti við posa til greiðslu. Meira »

Samkomulag um menningarhús undirritað

09:52 Samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss í sveitarfélaginu var undirritað í gær. Meira »

Tækifæri fyrir nýsköpun á Eiðistorgi

09:00 „Mikið af þessu tengist því að ég er alinn upp á Seltjarnarnesi og hef enn sterk tengsl við bæinn. Þetta er mitt bæjarfélag,“ segir Jón von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, sem talsvert hefur fjárfest á Seltjarnarnesi undanfarin ár. Meira »

Sveinbjörg Birna kynnti lag á K100

08:16 „Ef þetta er Tarzan lag þá er ég bara Jane,“ sagði Sveinbjörg Birna á inngangskafla lagsins Tarzan Boy með Baltimora í Magasíninu á K100. Meira »

16 stiga hiti í dag

06:35 Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Önnur lægð er væntanleg yfir landið á morgun. Meira »

Lét öllum illum látum

06:27 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálftvö í nótt um hávaða og læti úr íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var einn íbúi mjög æstur og hafði skemmt eitthvað af innanstokksmunum. Meira »

Fulltrúar 8 framboða ná kjöri

05:50 Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor, en Flokkur fólksins engan sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Meira »

Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

05:30 Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða. Meira »

Ekki skylt að skrá leigutekjur

05:30 Sú krafa er ekki gerð til borgarfulltrúa í reglum borgarinnar um hagsmunaskráningu að þeir geti hagsmuna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Meira »

Borgin hindrar ljós í Kjós

05:30 Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Meira »

Átakafundur í Kópavogi

05:30 Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt, 10-20 metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »
Hobby
...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
50 ára gömul dönsk borðstofuhúsgögn
Borðstofuborð og sex stólar sem eru í mjög góðu lagi ,til sölu. Verð ca 200.000 ...
 
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...