Neyðarvistun Stuðla hálftóm að undanförnu

Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af ...
Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af stöðunni. mbl.is/Hari

Mikilvægt er að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða fyrir börn með vímuefna- og hegðunarvanda, og byggja ofan á, í stað þess að segja að alls sé ónýtt og að byrja þurfi upp á nýtt. Þetta segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Hann mun flytja framsögu á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins í kvöld, þar sem vímuefnavandi ungs fólks verður ræddur.

Halldór ætlar að fjalla um styrkleika í því meðferðarkerfi sem boðið er upp á hér á landi og hvað má gera betur. „Það hefur verið mikil umræða um barnaverndarmál að undanförnu sem getur verið mjög gott, en að okkar mati hefur margt verið sagt sem er ekki alls kostar rétt og ekki alveg sanngjarnt. Það virðist vera uppi sá misskilningur að það sé að jafnaði mikil bið eftir þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði. Svo er sem betur fer ekki. Það þýðir þó ekki að það megi ekki bæta margt,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Endurspegla ekki stórkostlega veikleika

Hann telur að undantekningatilvik sem fjallað er um í fjölmiðlum gefi oft skakka mynd af stöðunni eins og hún er í raun og veru. Vísar hann þar sérstaklega til umfjöllunar frá því í apríl um 14 og 15 ára börn í miklum vímuefnavanda sem vistuð voru í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði.

Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem ...
Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem eru í boði hér á landi. Mynd/Aðsend

„Það eru auðvitað alltaf einhver mál sem eru erfið og erfitt að leysa og má gera betur í. Það hafa komið upp mál, eins og þegar þurfti að vísa börnum frá neyðarvistun Stuðla í apríl því það var ekki pláss. Það er auðvitað ekki gott. En þetta eru afmörkuð atvik sem endurspegla ekki stórkostlega veikleika í öllu kerfinu.“

Halldór telur að þjónustan sem býðst börnum með vímuefna- og hegðunarvanda hér á landi sé býsna góð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á þessa styrkleika og það er sú leið sem við eigum að fara í að bæta okkur. Ég vil aðeins minna okkur á hvað við höfum, hvað það er sem er að virka vel og hvernig við getum byggt ofan á það.“

Miklar upplýsingar um það sem illa gengur

Barnaverndarstofa býður meðal annars upp á svokallaða fjölkerfameðferð eða MST, sem fer fram inni á heimili þess barns sem þarf á úrræðinu að halda. „Það hafa hátt í 600 fjölskyldur fengið MST meðferð á síðastliðnum tíu árum. Þar er góður árangur, meðal annars í að draga úr vímuefnaneyslu,“ segir Halldór.

Þá eru meðferðarheimilin þrjú; Stuðlar, Laugaland og Lækjarbakki, en á Stuðlum er einnig í boði neyðarvistun. Um helmingur þeirra barna sem fer á meðferðarheimili fer beint þangað, en hinn helmingurinn hefur áður verið í MST, að sögn Halldórs.

„Fyrir um 20 prósent barnanna dugir MST meðferðin ekki og þá er þörf á áframhaldandi meðferð á meðferðarheimili, en í sumum tilfellum er ekki hægt að veita meðferð heima fyrir. Annað hvort af því vandinn er of alvarlegur eða foreldrar treysta sé ekki til að taka þátt í slíkri meðferð. Það er mjög eðlilegt.“

Halldór segir að jafnaði næg pláss í þessum úrræðum, fyrir utan stutta árstíðabundna biðlista. „Það eru til dæmis engir biðlistar núna, nema í MST, en þar eru 15 fjölskyldur að bíða. Það er engin bið eftir vistun á Stuðlum eða á meðferðarheimili. Þá hefur ekki þurft að vísa frá börnum í neyðarvistun upp á síðkastið, hún hefur verið hálf tóm að undanförnu. Þannig þetta er mjög sveiflukennt, en auðvitað er það alltaf jafn slæmt þegar sveiflurnar koma upp og þegar eitthvað fer úrskeiðis.“

Halldór bendir á að umfjöllun um þjónustu sem þessa geti orðið mjög tilfinningaþrungin og þegar eitthvað gangi ekki eins og vonir stóðu til geti það verið mjög sárt. „Þá fáum við miklar upplýsingar um það, en við fáum ekki jafn miklar upplýsingar um það sem er að ganga vel.“

Fundur SÁA-klúbbsins um vímuefnavanda ungs fólks verður haldinn í Von í Efstaleiti 7, klukkan 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

mbl.is

Innlent »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

Í gær, 18:59 Tvær bifreiðar lentu saman á Suðurlandsvegi við Steina um klukkan sex í dag. Sex voru í bifreiðunum sem lentu utan vegar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Meira »

Leit hætt við Ölfusá

Í gær, 18:21 Leit að karlmanni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags var hætt á sjötta tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá svæðismiðstöð björgunarsveita. Meira »

Breytingar gerðar í kjölfar ólgu

Í gær, 16:12 Tekin var ákvörðun um breytingar á yfirstjórn Víkurskóla í kjölfar talsverðrar ólgu sem upp kom í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi í vor. Í því fólks að gert var samkomulag við Þorkel Ingimarsson skólastjóra að hann léti af störfum við skólann. Meira »

Tveir reyndust sviptir ökuréttindum

Í gær, 15:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum þriggja bifreiða í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða að hafa þau undir höndum. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Til sölu Mitsubishi ASX árgerð 2011
Brúnn, ekinn aðeins 89.000 km. Diesel, 5 gíra beinskiptur, eyðsla aðeins 5 - 7 L...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...