Neyðarvistun Stuðla hálftóm að undanförnu

Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af ...
Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af stöðunni. mbl.is/Hari

Mikilvægt er að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða fyrir börn með vímuefna- og hegðunarvanda, og byggja ofan á, í stað þess að segja að alls sé ónýtt og að byrja þurfi upp á nýtt. Þetta segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Hann mun flytja framsögu á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins í kvöld, þar sem vímuefnavandi ungs fólks verður ræddur.

Halldór ætlar að fjalla um styrkleika í því meðferðarkerfi sem boðið er upp á hér á landi og hvað má gera betur. „Það hefur verið mikil umræða um barnaverndarmál að undanförnu sem getur verið mjög gott, en að okkar mati hefur margt verið sagt sem er ekki alls kostar rétt og ekki alveg sanngjarnt. Það virðist vera uppi sá misskilningur að það sé að jafnaði mikil bið eftir þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði. Svo er sem betur fer ekki. Það þýðir þó ekki að það megi ekki bæta margt,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Endurspegla ekki stórkostlega veikleika

Hann telur að undantekningatilvik sem fjallað er um í fjölmiðlum gefi oft skakka mynd af stöðunni eins og hún er í raun og veru. Vísar hann þar sérstaklega til umfjöllunar frá því í apríl um 14 og 15 ára börn í miklum vímuefnavanda sem vistuð voru í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði.

Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem ...
Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem eru í boði hér á landi. Mynd/Aðsend

„Það eru auðvitað alltaf einhver mál sem eru erfið og erfitt að leysa og má gera betur í. Það hafa komið upp mál, eins og þegar þurfti að vísa börnum frá neyðarvistun Stuðla í apríl því það var ekki pláss. Það er auðvitað ekki gott. En þetta eru afmörkuð atvik sem endurspegla ekki stórkostlega veikleika í öllu kerfinu.“

Halldór telur að þjónustan sem býðst börnum með vímuefna- og hegðunarvanda hér á landi sé býsna góð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á þessa styrkleika og það er sú leið sem við eigum að fara í að bæta okkur. Ég vil aðeins minna okkur á hvað við höfum, hvað það er sem er að virka vel og hvernig við getum byggt ofan á það.“

Miklar upplýsingar um það sem illa gengur

Barnaverndarstofa býður meðal annars upp á svokallaða fjölkerfameðferð eða MST, sem fer fram inni á heimili þess barns sem þarf á úrræðinu að halda. „Það hafa hátt í 600 fjölskyldur fengið MST meðferð á síðastliðnum tíu árum. Þar er góður árangur, meðal annars í að draga úr vímuefnaneyslu,“ segir Halldór.

Þá eru meðferðarheimilin þrjú; Stuðlar, Laugaland og Lækjarbakki, en á Stuðlum er einnig í boði neyðarvistun. Um helmingur þeirra barna sem fer á meðferðarheimili fer beint þangað, en hinn helmingurinn hefur áður verið í MST, að sögn Halldórs.

„Fyrir um 20 prósent barnanna dugir MST meðferðin ekki og þá er þörf á áframhaldandi meðferð á meðferðarheimili, en í sumum tilfellum er ekki hægt að veita meðferð heima fyrir. Annað hvort af því vandinn er of alvarlegur eða foreldrar treysta sé ekki til að taka þátt í slíkri meðferð. Það er mjög eðlilegt.“

Halldór segir að jafnaði næg pláss í þessum úrræðum, fyrir utan stutta árstíðabundna biðlista. „Það eru til dæmis engir biðlistar núna, nema í MST, en þar eru 15 fjölskyldur að bíða. Það er engin bið eftir vistun á Stuðlum eða á meðferðarheimili. Þá hefur ekki þurft að vísa frá börnum í neyðarvistun upp á síðkastið, hún hefur verið hálf tóm að undanförnu. Þannig þetta er mjög sveiflukennt, en auðvitað er það alltaf jafn slæmt þegar sveiflurnar koma upp og þegar eitthvað fer úrskeiðis.“

Halldór bendir á að umfjöllun um þjónustu sem þessa geti orðið mjög tilfinningaþrungin og þegar eitthvað gangi ekki eins og vonir stóðu til geti það verið mjög sárt. „Þá fáum við miklar upplýsingar um það, en við fáum ekki jafn miklar upplýsingar um það sem er að ganga vel.“

Fundur SÁA-klúbbsins um vímuefnavanda ungs fólks verður haldinn í Von í Efstaleiti 7, klukkan 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

mbl.is

Innlent »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­relg­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það að Face­book-síðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

06:48 Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Meira »

Lögregla lýsir eftir þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
HARMÓNIKUHURÐIR _ ÁLBRAUTIR OG LEGUHJÓL
Getum núna skaffað allar hurðirnar með álbrautum og leguhjólum. Smíðum eftir mál...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...