Neyðarvistun Stuðla hálftóm að undanförnu

Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af ...
Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af stöðunni. mbl.is/Hari

Mikilvægt er að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða fyrir börn með vímuefna- og hegðunarvanda, og byggja ofan á, í stað þess að segja að alls sé ónýtt og að byrja þurfi upp á nýtt. Þetta segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Hann mun flytja framsögu á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins í kvöld, þar sem vímuefnavandi ungs fólks verður ræddur.

Halldór ætlar að fjalla um styrkleika í því meðferðarkerfi sem boðið er upp á hér á landi og hvað má gera betur. „Það hefur verið mikil umræða um barnaverndarmál að undanförnu sem getur verið mjög gott, en að okkar mati hefur margt verið sagt sem er ekki alls kostar rétt og ekki alveg sanngjarnt. Það virðist vera uppi sá misskilningur að það sé að jafnaði mikil bið eftir þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði. Svo er sem betur fer ekki. Það þýðir þó ekki að það megi ekki bæta margt,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Endurspegla ekki stórkostlega veikleika

Hann telur að undantekningatilvik sem fjallað er um í fjölmiðlum gefi oft skakka mynd af stöðunni eins og hún er í raun og veru. Vísar hann þar sérstaklega til umfjöllunar frá því í apríl um 14 og 15 ára börn í miklum vímuefnavanda sem vistuð voru í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði.

Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem ...
Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem eru í boði hér á landi. Mynd/Aðsend

„Það eru auðvitað alltaf einhver mál sem eru erfið og erfitt að leysa og má gera betur í. Það hafa komið upp mál, eins og þegar þurfti að vísa börnum frá neyðarvistun Stuðla í apríl því það var ekki pláss. Það er auðvitað ekki gott. En þetta eru afmörkuð atvik sem endurspegla ekki stórkostlega veikleika í öllu kerfinu.“

Halldór telur að þjónustan sem býðst börnum með vímuefna- og hegðunarvanda hér á landi sé býsna góð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á þessa styrkleika og það er sú leið sem við eigum að fara í að bæta okkur. Ég vil aðeins minna okkur á hvað við höfum, hvað það er sem er að virka vel og hvernig við getum byggt ofan á það.“

Miklar upplýsingar um það sem illa gengur

Barnaverndarstofa býður meðal annars upp á svokallaða fjölkerfameðferð eða MST, sem fer fram inni á heimili þess barns sem þarf á úrræðinu að halda. „Það hafa hátt í 600 fjölskyldur fengið MST meðferð á síðastliðnum tíu árum. Þar er góður árangur, meðal annars í að draga úr vímuefnaneyslu,“ segir Halldór.

Þá eru meðferðarheimilin þrjú; Stuðlar, Laugaland og Lækjarbakki, en á Stuðlum er einnig í boði neyðarvistun. Um helmingur þeirra barna sem fer á meðferðarheimili fer beint þangað, en hinn helmingurinn hefur áður verið í MST, að sögn Halldórs.

„Fyrir um 20 prósent barnanna dugir MST meðferðin ekki og þá er þörf á áframhaldandi meðferð á meðferðarheimili, en í sumum tilfellum er ekki hægt að veita meðferð heima fyrir. Annað hvort af því vandinn er of alvarlegur eða foreldrar treysta sé ekki til að taka þátt í slíkri meðferð. Það er mjög eðlilegt.“

Halldór segir að jafnaði næg pláss í þessum úrræðum, fyrir utan stutta árstíðabundna biðlista. „Það eru til dæmis engir biðlistar núna, nema í MST, en þar eru 15 fjölskyldur að bíða. Það er engin bið eftir vistun á Stuðlum eða á meðferðarheimili. Þá hefur ekki þurft að vísa frá börnum í neyðarvistun upp á síðkastið, hún hefur verið hálf tóm að undanförnu. Þannig þetta er mjög sveiflukennt, en auðvitað er það alltaf jafn slæmt þegar sveiflurnar koma upp og þegar eitthvað fer úrskeiðis.“

Halldór bendir á að umfjöllun um þjónustu sem þessa geti orðið mjög tilfinningaþrungin og þegar eitthvað gangi ekki eins og vonir stóðu til geti það verið mjög sárt. „Þá fáum við miklar upplýsingar um það, en við fáum ekki jafn miklar upplýsingar um það sem er að ganga vel.“

Fundur SÁA-klúbbsins um vímuefnavanda ungs fólks verður haldinn í Von í Efstaleiti 7, klukkan 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Vilja lagalega „handbremsu“ á olíuleit

08:52 Allar hugmyndir um frekari olíuleit við Íslandsstrendur verða frystar þar til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi, af fjórum þingmönnum VG. Meira »

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

08:18 Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira »

Verða sýndar á Safnanótt

07:57 Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira »

Sólardagurinn er á næstu grösum

07:37 Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.  Meira »

Verið að ryðja íbúðagötur

07:08 Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara. Meira »

Lægðardrag væntanlegt

06:55 Ekki er von á neinum hlýindakafla á næstunni en á fimmtudag gengur lægðardrag upp að landinu og fer þá að snjóa, fyrst sunnan og vestan til og hlýnar heldur í bili. Meira »

Réðust á hótelstarfsmann

05:51 Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira »

2,4 milljarðar umbúða endurunnir

05:30 Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Meira »

470 km skilja þau að

05:30 Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira »

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

05:30 „Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“ Meira »

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

05:30 Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira »

Teigsskógarleið líklegri

05:30 Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira »

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

05:30 Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár. Meira »
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...