Neyðarvistun Stuðla hálftóm að undanförnu

Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af ...
Halldór segir umfjöllun í fjölmiðlum oft gefa skakka mynd af stöðunni. mbl.is/Hari

Mikilvægt er að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða fyrir börn með vímuefna- og hegðunarvanda, og byggja ofan á, í stað þess að segja að alls sé ónýtt og að byrja þurfi upp á nýtt. Þetta segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Hann mun flytja framsögu á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins í kvöld, þar sem vímuefnavandi ungs fólks verður ræddur.

Halldór ætlar að fjalla um styrkleika í því meðferðarkerfi sem boðið er upp á hér á landi og hvað má gera betur. „Það hefur verið mikil umræða um barnaverndarmál að undanförnu sem getur verið mjög gott, en að okkar mati hefur margt verið sagt sem er ekki alls kostar rétt og ekki alveg sanngjarnt. Það virðist vera uppi sá misskilningur að það sé að jafnaði mikil bið eftir þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði. Svo er sem betur fer ekki. Það þýðir þó ekki að það megi ekki bæta margt,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Endurspegla ekki stórkostlega veikleika

Hann telur að undantekningatilvik sem fjallað er um í fjölmiðlum gefi oft skakka mynd af stöðunni eins og hún er í raun og veru. Vísar hann þar sérstaklega til umfjöllunar frá því í apríl um 14 og 15 ára börn í miklum vímuefnavanda sem vistuð voru í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði.

Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem ...
Halldór telur mikilvægt að horfa til styrkleika þeirra úrræða sem eru í boði hér á landi. Mynd/Aðsend

„Það eru auðvitað alltaf einhver mál sem eru erfið og erfitt að leysa og má gera betur í. Það hafa komið upp mál, eins og þegar þurfti að vísa börnum frá neyðarvistun Stuðla í apríl því það var ekki pláss. Það er auðvitað ekki gott. En þetta eru afmörkuð atvik sem endurspegla ekki stórkostlega veikleika í öllu kerfinu.“

Halldór telur að þjónustan sem býðst börnum með vímuefna- og hegðunarvanda hér á landi sé býsna góð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á þessa styrkleika og það er sú leið sem við eigum að fara í að bæta okkur. Ég vil aðeins minna okkur á hvað við höfum, hvað það er sem er að virka vel og hvernig við getum byggt ofan á það.“

Miklar upplýsingar um það sem illa gengur

Barnaverndarstofa býður meðal annars upp á svokallaða fjölkerfameðferð eða MST, sem fer fram inni á heimili þess barns sem þarf á úrræðinu að halda. „Það hafa hátt í 600 fjölskyldur fengið MST meðferð á síðastliðnum tíu árum. Þar er góður árangur, meðal annars í að draga úr vímuefnaneyslu,“ segir Halldór.

Þá eru meðferðarheimilin þrjú; Stuðlar, Laugaland og Lækjarbakki, en á Stuðlum er einnig í boði neyðarvistun. Um helmingur þeirra barna sem fer á meðferðarheimili fer beint þangað, en hinn helmingurinn hefur áður verið í MST, að sögn Halldórs.

„Fyrir um 20 prósent barnanna dugir MST meðferðin ekki og þá er þörf á áframhaldandi meðferð á meðferðarheimili, en í sumum tilfellum er ekki hægt að veita meðferð heima fyrir. Annað hvort af því vandinn er of alvarlegur eða foreldrar treysta sé ekki til að taka þátt í slíkri meðferð. Það er mjög eðlilegt.“

Halldór segir að jafnaði næg pláss í þessum úrræðum, fyrir utan stutta árstíðabundna biðlista. „Það eru til dæmis engir biðlistar núna, nema í MST, en þar eru 15 fjölskyldur að bíða. Það er engin bið eftir vistun á Stuðlum eða á meðferðarheimili. Þá hefur ekki þurft að vísa frá börnum í neyðarvistun upp á síðkastið, hún hefur verið hálf tóm að undanförnu. Þannig þetta er mjög sveiflukennt, en auðvitað er það alltaf jafn slæmt þegar sveiflurnar koma upp og þegar eitthvað fer úrskeiðis.“

Halldór bendir á að umfjöllun um þjónustu sem þessa geti orðið mjög tilfinningaþrungin og þegar eitthvað gangi ekki eins og vonir stóðu til geti það verið mjög sárt. „Þá fáum við miklar upplýsingar um það, en við fáum ekki jafn miklar upplýsingar um það sem er að ganga vel.“

Fundur SÁA-klúbbsins um vímuefnavanda ungs fólks verður haldinn í Von í Efstaleiti 7, klukkan 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

mbl.is

Innlent »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »