Fer í gönguferðir og hlustar á Ofvitann í útvarpi

Kristín Helgadóttir er 100 ára í dag.
Kristín Helgadóttir er 100 ára í dag.

„Lífið hefur verið óskaplega gott við mig og ég á mörgum mikið að þakka. Heilsan er góð og auðvitað er stórkostlegt að geta farið út í göngutúr alltaf þegar gott er veður. Það hefur gefið mér mikið,“ segir Kristín Helgadóttir, sem er 100 ára í dag.

Hún er Landeyingur að uppruna, bjó í áratugi á Selfossi en hefur síðustu árin dvalist á Sólvöllum, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka. Hún heldur upp á afmælið í dag og hefur góðum gestum verið boðið í kaffi af því tilefni.

Kristín er frá bænum Ey í Vestur-Landeyjum, dóttir Helga Pálssonar og Margrétar Árnadóttur bænda þar. Hún ólst upp við öll algeng sveitastörf en fór seinna í vist og þjónustustörf í Reykjavík, eins og alsiða var á þeim tíma.

Sjá viðtal við Kristínu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert