Mál í gíslingu ríkisstofnana

Vestfirðingar komu saman í Gilsfirði og ítrekuðu kröfur sínar.
Vestfirðingar komu saman í Gilsfirði og ítrekuðu kröfur sínar. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur.

Segir hópurinn sem stendur að fundinum að þessi þrjú mál séu „í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana“.

„Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir, þetta snýst um það að við ætlum að höggva á hnútinn. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segir Sigmundur Þórðarson frá Þingeyri, sem var fundarstjóri, í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert