Svipt forræði í kjölfar vanrækslu

Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er ...
Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er efast um að foreldrarnir elski son sinn. mbl.is/Ásdís

Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. 

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur krafðist forsjársviptingarinnar og féllust bæði héraðsdómur og Landsréttur á því. Sú niðurstaða var meðal annars reist á forsjárhæfnismati, sem lá fyrir í málinu, um að ýmsu væri ábótavant í hæfni þeirra til að fara með forsjá sonar síns og að sinna forsjárskyldum sínum gagnvart honum. Þá hefðu önnur og vægari úrræði verið reynd án þess að hafa skilað viðunandi árangri meðal annars vegna takmarkaðs innsæis foreldranna í eigin vanda. 

Dómur Landsréttar er frá því í síðustu viku en héraðsdómur dæmdi í málinu undir lok síðasta árs. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti voru lögð fram ný gögn sem sýna að aðlögun drengsins gangi vel og hann hafi tekið framförum í þroska og samskiptum á þeim tíma sem hann hefur búið hjá fósturfjölskyldu sinni. Drengurinn var tekinn af heimili foreldra sinna í júní í fyrra en eldri bróðir hans, sem er orðinn 19 ára gamall, hefur verið í forsjá Barnaverndar Reykjavíkur frá árinu 2011.

Afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum fjölskyldunnar hófust árið 2011 er fyrsta tilkynningin um vanrækslu drengins barst til Barnaverndar Reykjavíkur. Önnur tilkynning um vanrækslu barst í apríl 2012 og laut hún að því að mikil drykkja væri á heimilinu og umgengni afar slæm.

Barnavernd Reykjavíkur fylgdist áfram með stöðu drengsins og árið 2013 kemur fram að  samkvæmt upplýsingum frá leikskóla væri drengurinn með hreinan fatnað en oft væri hann sjálfur illa þrifinn. Hann léki sér lítið við aðra og væri mikill dagamunur á hegðun hans. Töldu starfsmenn Barnaverndar að aðstæður drengsins væru ekki viðunandi og hreinlæti hans verulega ábótavant. Hann virtist heldur ekki fá þá örvun frá foreldrum sem hann þyrfti á að halda og vildu foreldrar ekki þiggja stuðning barnaverndaryfirvalda. Þá töldu starfsmenn Barnaverndar að foreldrarnir ættu við áfengisvanda að stríða þótt þau neituðu því alfarið. 

Það sama ár kom fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að móðir drengsins hefi óskað eftir aðstoð vegna heimilisofbeldis þar sem maður hennar hafi lagt hendur á hana og son þeirra.

Gekk um sjálfala oft kaldur og blautur

Sumarið 2014 bjuggu foreldrarnir ásamt drengnum í tjaldvagni á tjaldsvæðinu í Laugardal og bárust ítrekaðar kvartanir frá gestum tjaldsvæðisins um vanrækslu foreldranna. Drengurinn gengi sjálfala á tjaldsvæðinu, oft kaldur og blautur. Þá bærust læti, öskur og barnsgrátur frá tjaldi stefndu á tjaldsvæðinu.

Sumarið 2015 bárust svipaðar tilkynningar. Hafi gestir tjaldsvæðisins bent á að drengurinn væri eftirlitslaus á svæðinu, svangur og skítugur.

Í byrjun ágúst var fjölskyldan flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús, vegna elds sem upp kom í tjaldvagni þeirra á tjaldsvæðinu. Gestir tjaldsvæðisins björguðu fjölskyldunni úr logandi tjaldvagninum en drengurinn brenndist á höfði og faðir hans á höfði, hálsi og baki. Tilkynnti lögregla um atvikið til Barnaverndar Reykjavíkur. Enn barst tilkynning til Barnaverndar í byrjun september þar sem lýst var áhyggjum af heimilisaðstæðum drengsins og sinnuleysi foreldra í hans garð.

Máli lokað í kjölfar jákvæðra upplýsinga frá leikskóla og heilsugæslu

Foreldrarnir neituðu því í viðtali við starfsmenn Barnaverndar að vanrækja drenginn og lagðar voru fram jákvæðar upplýsingar um drenginn frá leikskóla hans og heilsugæslu. Að mati starfsmanna Barnaverndar gáfu þær upplýsingar sem fyrir lágu ekki tilefni til þvingunar í málinu að svo stöddu. Bókað var að málinu yrði lokað. Var foreldrum sent bréf þess efnis í desember 2015 og tilkynnt að ekki væri talin ástæða til frekari afskipta af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur af málefnum drengsins.

Enn á ný barst tilkynning til Barnaverndar í febrúar 2016 vegna drengsins. Starfsmenn Barnaverndar fóru á heimili hans og töldu aðstæður þar með öllu óviðunandi, óþrifnaður væri mikill á heimilinu og slæm lykt, auk þess sem engin barnaleikföng væru á heimilinu og engin merki um að barn væri þar búsett nema rimlarúm drengsins með nokkrum böngsum.

Samþykktu foreldrarnir í kjölfar heimsóknar starfsmanna Barnaverndar að drengurinn yrði vistaður á Vistheimili barna tímabundið. Fljótlega eftir að drengurinn kom aftur á heimili foreldra sinna fóru að berast tilkynningar um vanrækslu og áfengisneyslu foreldranna. 

Ekki spurning um ást foreldra á barninu

 Í skýrslu starfsmanns YLFU, sem er einkafyrirtæki, skilgreint sem nærþjónusta og ráðgjöf, kemur fram að á rúmlega sex vikna tímabili hafi starfsmaður YLFU farið tíu sinnum á heimilið. Heimilið hafi verið mjög óþrifalegt, veggir og gólf óhrein, svo og húsgögn. Herbergi drengsins væri óþrifalegt og mikið drasl þar. Stundum væri drengurinn hreinn, stundum óhreinn.

Þá kom þar fram að foreldrunum þætti augljóslega vænt um drenginn sinn og að hann sækti mikið til þeirra í leik. Þau ættu erfitt með að setja honum mörk og taldi starfsmaðurinn að sá vandi kynni að aukast með hækkandi aldri drengsins. Drengurinn beitti hiklaust grenji, fýlu og hroka þegar þau reyndu að setja honum mörk.

Taldi starfsmaðurinn að þroski hans væri lakari en jafnaldra hans. Þá taldi starfsmaðurinn þörf á að foreldrar fengju stuðning við að setja drengnum eðlileg mörk og stuðning til að skapa rútínu við heimanám hans strax í skólabyrjun. Foreldrarnir teldu sig aftur á móti ekki þurfa stuðning við uppeldi drengsins.

Í forsjármati sem unnið var á síðari hluta ársins 2016 kemur fram að varðandi líkamlega umönnun og atlæti taldi matsmaður ýmislegt stangast á varðandi lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu annars vegar, og þær lýsingar sem fram kæmu í tilkynningum um vanrækslu, hins vegar.

Ótrúverðugar lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu

„Þær lýsingar sem leikskóli og heilsugæsla gefi á líkamlegri umönnun séu góðar en óneitanlega virðist þær ótrúverðugar. Ástæða þessarar niðurstöðu matsmanns segir hann vera alvarleika þeirra tilkynninga sem borist hafi um vanrækslu, auk upplýsinga frá tannlækni um verulegar tannskemmdir drengsins.

Slík tannhirða virtist alveg hafa farið fram hjá leikskóla og heilsugæslu og því eðlilegt að velta fyrir sér hvað annað hafi fram hjá þeim farið. Þá liggi fyrir nýleg gögn sem bendi til þess að þroski drengsins sé lakari en jafnaldra hans. Á hinn bóginn bendi ekkert til annars en að foreldrarnir elski son sinn og sýni honum ást og umhyggju. Þar liggi styrkleikar þeirra sem foreldra,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að tilkynningar í málinu um vanrækslu foreldranna eru á annan tug talsins og spanna tímabilið frá sjö mánaða aldri hans og til þess að hann var tekinn úr umsjá stefndu í júní 2017. Þær komu ýmist sem nafnlausar tilkynningar eða tilkynningar frá lögreglu eða skóla og luta meðal annars að drykkju foreldra, vanhirðu drengsins, skorti á umsjón og eftirliti stefndu með drengnum, gríðarlegum óþrifnaði á heimili stefndu, eldsvoða í tjaldvagni þar sem fjölskyldan var stödd og hegðunarvandkvæðum drengsins í skóla.

Barnaverndaryfirvöld hafa gert sex áætlanir um meðferð málsins sem foreldarnir hafa skrifað undir. Þær hafa meðal annars lotið að því að þau héldu sig alveg frá áfengi og færu í áfengismeðferð, aðstoð við að halda heimilinu hreinu og 33 skipta uppeldisráðgjöf frá starfsmönnum YLFA stuðningsúrræðinu.

Af gögnum málsins og framburði aðila og vitna fyrir dómi varð glögglega ráðið að stuðningsúrræði þessi hafa ekki náð markmiði sínu, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Eftir ítrekaðar ábendingar frá Barnavernd Reykjavíkur fóru foreldrarnir í 10 daga áfengismeðferð á Vogi og eftirmeðferð á  göngudeild. Þau luku þeirri meðferð 20. september 2016, en í lok október sama ár kom í ljós í óboðuðu eftirliti starfsmanna Barnaverndar að þau voru aftur farin að neyta áfengis. Drengurinn var á þessum tíma vistaður utan heimilis.

Á árinu 2017 hafi svipað verið uppi á teningnum og drengurinn tekinn af heimilinu. Foreldrarnir telja sig aftur á móti hafa náð tökum á áfengisvanda þeim sem þau glíma við og báru fyrir dómi að þau hefðu hætt að neyta áfengis eftir að drengurinn var tekinn úr þeirra umsjá í júní 2017. Engu að síður kváðust þau hvorki hafa nýtt sér stuðningsfundi til hjálpar við áfengisfíkn né farið í nokkurs konar áfengismeðferð eftir að þau féllu sannanlega á áfengisbindindi. Það er því með öllu óljóst hvort þau hafi náð þeim tökum á þeim vanda sem þau glíma við vegna áfengisneyslu, að þeim verði treyst fyrir forsjá sonar síns, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Neyslan ekki eini vandinn að mati dómara

Enn fremur verði að horfa til þess að þótt áfengisneysla þeirra hafi verið alvarlegur þáttur í afskiptum barnaverndaryfirvalda af uppeldi sonar þeirra, er neyslan þó langt í frá sá eini vandi sem þau glíma við, heldur einnig sá vandi þeirra að afneita eigin veikleikum, hafna aðstoð og fara á svig við leiðbeiningar og áætlanir barnaverndaryfirvalda, þegar þau voru í hvað mestri þörf fyrir aðstoð og hjálp við uppeldi og umönnun sonar þeirra. 

Niðurstöður forsjármat eru að ýmsu er ábótavant í hæfni þeirra til að veita drengnum fullnægjandi uppeldisskilyrði í framtíðinni. Þau þyrftu að vanda betur framferði sitt svo hann lenti ekki í háska, hirða betur um líkamlegar þarfir hans, skapa honum fjölbreyttari, örvandi aðstæður, vera betri fyrirmynd og læra uppbyggilegar leiðir varðandi agamál. Yrði ekki breyting á framferði þeirra væri ljóst að velferð og þroski hans væri í hættu. Þá taldi matsmaður stefndu hafa takmarkað innsæi í eigin vanda.

Jafnframt sýni sálfræðimat á drengnum að uppeldið verði krefjandi þar sem mikillar þekkingar, færni og umburðarlyndis er þörf. Gögn málsins um hegðan drengsins í vistun hjá fósturfjölskyldu, þar sem drengurinn dvaldist frá júlí 2017 fram í september sama ár, staðfesta framangreint álit sálfræðingsins, en ljóst er að drengurinn þarfnast þétts ramma við daglegt líf, aðhalds og aga, sem og mikillar og stöðugrar athygli, örvunar og hjálpar. Verður ekki annað ráðið af gögnum málsins og framburði þeirra sérfræðinga sem fyrir dóminn komu en að foreldrarnir séu ekki í stakk búin til að veita drengnum það uppeldi sem hann þarfnast, þótt ekki verði dregið í efa að þeim þyki afar vænt um hann, segir ennfremur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og hefur Landsréttur nú staðfest niðurstöðu héraðsdóms.

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

Í gær, 16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

Í gær, 14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

Í gær, 14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

Í gær, 13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

Í gær, 12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

Í gær, 12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...