Svipt forræði í kjölfar vanrækslu

Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er ...
Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er efast um að foreldrarnir elski son sinn. mbl.is/Ásdís

Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. 

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur krafðist forsjársviptingarinnar og féllust bæði héraðsdómur og Landsréttur á því. Sú niðurstaða var meðal annars reist á forsjárhæfnismati, sem lá fyrir í málinu, um að ýmsu væri ábótavant í hæfni þeirra til að fara með forsjá sonar síns og að sinna forsjárskyldum sínum gagnvart honum. Þá hefðu önnur og vægari úrræði verið reynd án þess að hafa skilað viðunandi árangri meðal annars vegna takmarkaðs innsæis foreldranna í eigin vanda. 

Dómur Landsréttar er frá því í síðustu viku en héraðsdómur dæmdi í málinu undir lok síðasta árs. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti voru lögð fram ný gögn sem sýna að aðlögun drengsins gangi vel og hann hafi tekið framförum í þroska og samskiptum á þeim tíma sem hann hefur búið hjá fósturfjölskyldu sinni. Drengurinn var tekinn af heimili foreldra sinna í júní í fyrra en eldri bróðir hans, sem er orðinn 19 ára gamall, hefur verið í forsjá Barnaverndar Reykjavíkur frá árinu 2011.

Afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum fjölskyldunnar hófust árið 2011 er fyrsta tilkynningin um vanrækslu drengins barst til Barnaverndar Reykjavíkur. Önnur tilkynning um vanrækslu barst í apríl 2012 og laut hún að því að mikil drykkja væri á heimilinu og umgengni afar slæm.

Barnavernd Reykjavíkur fylgdist áfram með stöðu drengsins og árið 2013 kemur fram að  samkvæmt upplýsingum frá leikskóla væri drengurinn með hreinan fatnað en oft væri hann sjálfur illa þrifinn. Hann léki sér lítið við aðra og væri mikill dagamunur á hegðun hans. Töldu starfsmenn Barnaverndar að aðstæður drengsins væru ekki viðunandi og hreinlæti hans verulega ábótavant. Hann virtist heldur ekki fá þá örvun frá foreldrum sem hann þyrfti á að halda og vildu foreldrar ekki þiggja stuðning barnaverndaryfirvalda. Þá töldu starfsmenn Barnaverndar að foreldrarnir ættu við áfengisvanda að stríða þótt þau neituðu því alfarið. 

Það sama ár kom fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að móðir drengsins hefi óskað eftir aðstoð vegna heimilisofbeldis þar sem maður hennar hafi lagt hendur á hana og son þeirra.

Gekk um sjálfala oft kaldur og blautur

Sumarið 2014 bjuggu foreldrarnir ásamt drengnum í tjaldvagni á tjaldsvæðinu í Laugardal og bárust ítrekaðar kvartanir frá gestum tjaldsvæðisins um vanrækslu foreldranna. Drengurinn gengi sjálfala á tjaldsvæðinu, oft kaldur og blautur. Þá bærust læti, öskur og barnsgrátur frá tjaldi stefndu á tjaldsvæðinu.

Sumarið 2015 bárust svipaðar tilkynningar. Hafi gestir tjaldsvæðisins bent á að drengurinn væri eftirlitslaus á svæðinu, svangur og skítugur.

Í byrjun ágúst var fjölskyldan flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús, vegna elds sem upp kom í tjaldvagni þeirra á tjaldsvæðinu. Gestir tjaldsvæðisins björguðu fjölskyldunni úr logandi tjaldvagninum en drengurinn brenndist á höfði og faðir hans á höfði, hálsi og baki. Tilkynnti lögregla um atvikið til Barnaverndar Reykjavíkur. Enn barst tilkynning til Barnaverndar í byrjun september þar sem lýst var áhyggjum af heimilisaðstæðum drengsins og sinnuleysi foreldra í hans garð.

Máli lokað í kjölfar jákvæðra upplýsinga frá leikskóla og heilsugæslu

Foreldrarnir neituðu því í viðtali við starfsmenn Barnaverndar að vanrækja drenginn og lagðar voru fram jákvæðar upplýsingar um drenginn frá leikskóla hans og heilsugæslu. Að mati starfsmanna Barnaverndar gáfu þær upplýsingar sem fyrir lágu ekki tilefni til þvingunar í málinu að svo stöddu. Bókað var að málinu yrði lokað. Var foreldrum sent bréf þess efnis í desember 2015 og tilkynnt að ekki væri talin ástæða til frekari afskipta af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur af málefnum drengsins.

Enn á ný barst tilkynning til Barnaverndar í febrúar 2016 vegna drengsins. Starfsmenn Barnaverndar fóru á heimili hans og töldu aðstæður þar með öllu óviðunandi, óþrifnaður væri mikill á heimilinu og slæm lykt, auk þess sem engin barnaleikföng væru á heimilinu og engin merki um að barn væri þar búsett nema rimlarúm drengsins með nokkrum böngsum.

Samþykktu foreldrarnir í kjölfar heimsóknar starfsmanna Barnaverndar að drengurinn yrði vistaður á Vistheimili barna tímabundið. Fljótlega eftir að drengurinn kom aftur á heimili foreldra sinna fóru að berast tilkynningar um vanrækslu og áfengisneyslu foreldranna. 

Ekki spurning um ást foreldra á barninu

 Í skýrslu starfsmanns YLFU, sem er einkafyrirtæki, skilgreint sem nærþjónusta og ráðgjöf, kemur fram að á rúmlega sex vikna tímabili hafi starfsmaður YLFU farið tíu sinnum á heimilið. Heimilið hafi verið mjög óþrifalegt, veggir og gólf óhrein, svo og húsgögn. Herbergi drengsins væri óþrifalegt og mikið drasl þar. Stundum væri drengurinn hreinn, stundum óhreinn.

Þá kom þar fram að foreldrunum þætti augljóslega vænt um drenginn sinn og að hann sækti mikið til þeirra í leik. Þau ættu erfitt með að setja honum mörk og taldi starfsmaðurinn að sá vandi kynni að aukast með hækkandi aldri drengsins. Drengurinn beitti hiklaust grenji, fýlu og hroka þegar þau reyndu að setja honum mörk.

Taldi starfsmaðurinn að þroski hans væri lakari en jafnaldra hans. Þá taldi starfsmaðurinn þörf á að foreldrar fengju stuðning við að setja drengnum eðlileg mörk og stuðning til að skapa rútínu við heimanám hans strax í skólabyrjun. Foreldrarnir teldu sig aftur á móti ekki þurfa stuðning við uppeldi drengsins.

Í forsjármati sem unnið var á síðari hluta ársins 2016 kemur fram að varðandi líkamlega umönnun og atlæti taldi matsmaður ýmislegt stangast á varðandi lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu annars vegar, og þær lýsingar sem fram kæmu í tilkynningum um vanrækslu, hins vegar.

Ótrúverðugar lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu

„Þær lýsingar sem leikskóli og heilsugæsla gefi á líkamlegri umönnun séu góðar en óneitanlega virðist þær ótrúverðugar. Ástæða þessarar niðurstöðu matsmanns segir hann vera alvarleika þeirra tilkynninga sem borist hafi um vanrækslu, auk upplýsinga frá tannlækni um verulegar tannskemmdir drengsins.

Slík tannhirða virtist alveg hafa farið fram hjá leikskóla og heilsugæslu og því eðlilegt að velta fyrir sér hvað annað hafi fram hjá þeim farið. Þá liggi fyrir nýleg gögn sem bendi til þess að þroski drengsins sé lakari en jafnaldra hans. Á hinn bóginn bendi ekkert til annars en að foreldrarnir elski son sinn og sýni honum ást og umhyggju. Þar liggi styrkleikar þeirra sem foreldra,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að tilkynningar í málinu um vanrækslu foreldranna eru á annan tug talsins og spanna tímabilið frá sjö mánaða aldri hans og til þess að hann var tekinn úr umsjá stefndu í júní 2017. Þær komu ýmist sem nafnlausar tilkynningar eða tilkynningar frá lögreglu eða skóla og luta meðal annars að drykkju foreldra, vanhirðu drengsins, skorti á umsjón og eftirliti stefndu með drengnum, gríðarlegum óþrifnaði á heimili stefndu, eldsvoða í tjaldvagni þar sem fjölskyldan var stödd og hegðunarvandkvæðum drengsins í skóla.

Barnaverndaryfirvöld hafa gert sex áætlanir um meðferð málsins sem foreldarnir hafa skrifað undir. Þær hafa meðal annars lotið að því að þau héldu sig alveg frá áfengi og færu í áfengismeðferð, aðstoð við að halda heimilinu hreinu og 33 skipta uppeldisráðgjöf frá starfsmönnum YLFA stuðningsúrræðinu.

Af gögnum málsins og framburði aðila og vitna fyrir dómi varð glögglega ráðið að stuðningsúrræði þessi hafa ekki náð markmiði sínu, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Eftir ítrekaðar ábendingar frá Barnavernd Reykjavíkur fóru foreldrarnir í 10 daga áfengismeðferð á Vogi og eftirmeðferð á  göngudeild. Þau luku þeirri meðferð 20. september 2016, en í lok október sama ár kom í ljós í óboðuðu eftirliti starfsmanna Barnaverndar að þau voru aftur farin að neyta áfengis. Drengurinn var á þessum tíma vistaður utan heimilis.

Á árinu 2017 hafi svipað verið uppi á teningnum og drengurinn tekinn af heimilinu. Foreldrarnir telja sig aftur á móti hafa náð tökum á áfengisvanda þeim sem þau glíma við og báru fyrir dómi að þau hefðu hætt að neyta áfengis eftir að drengurinn var tekinn úr þeirra umsjá í júní 2017. Engu að síður kváðust þau hvorki hafa nýtt sér stuðningsfundi til hjálpar við áfengisfíkn né farið í nokkurs konar áfengismeðferð eftir að þau féllu sannanlega á áfengisbindindi. Það er því með öllu óljóst hvort þau hafi náð þeim tökum á þeim vanda sem þau glíma við vegna áfengisneyslu, að þeim verði treyst fyrir forsjá sonar síns, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Neyslan ekki eini vandinn að mati dómara

Enn fremur verði að horfa til þess að þótt áfengisneysla þeirra hafi verið alvarlegur þáttur í afskiptum barnaverndaryfirvalda af uppeldi sonar þeirra, er neyslan þó langt í frá sá eini vandi sem þau glíma við, heldur einnig sá vandi þeirra að afneita eigin veikleikum, hafna aðstoð og fara á svig við leiðbeiningar og áætlanir barnaverndaryfirvalda, þegar þau voru í hvað mestri þörf fyrir aðstoð og hjálp við uppeldi og umönnun sonar þeirra. 

Niðurstöður forsjármat eru að ýmsu er ábótavant í hæfni þeirra til að veita drengnum fullnægjandi uppeldisskilyrði í framtíðinni. Þau þyrftu að vanda betur framferði sitt svo hann lenti ekki í háska, hirða betur um líkamlegar þarfir hans, skapa honum fjölbreyttari, örvandi aðstæður, vera betri fyrirmynd og læra uppbyggilegar leiðir varðandi agamál. Yrði ekki breyting á framferði þeirra væri ljóst að velferð og þroski hans væri í hættu. Þá taldi matsmaður stefndu hafa takmarkað innsæi í eigin vanda.

Jafnframt sýni sálfræðimat á drengnum að uppeldið verði krefjandi þar sem mikillar þekkingar, færni og umburðarlyndis er þörf. Gögn málsins um hegðan drengsins í vistun hjá fósturfjölskyldu, þar sem drengurinn dvaldist frá júlí 2017 fram í september sama ár, staðfesta framangreint álit sálfræðingsins, en ljóst er að drengurinn þarfnast þétts ramma við daglegt líf, aðhalds og aga, sem og mikillar og stöðugrar athygli, örvunar og hjálpar. Verður ekki annað ráðið af gögnum málsins og framburði þeirra sérfræðinga sem fyrir dóminn komu en að foreldrarnir séu ekki í stakk búin til að veita drengnum það uppeldi sem hann þarfnast, þótt ekki verði dregið í efa að þeim þyki afar vænt um hann, segir ennfremur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og hefur Landsréttur nú staðfest niðurstöðu héraðsdóms.

mbl.is

Innlent »

Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

09:27 Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og hefur verið dæmdur til að sæta 17 ára langri fangelsisvist. Meira »

Fólk í vandræðum í Rússlandi

08:28 Embætti ríkislögreglustjóra hefur heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem fólk fær við komuna til Rússlands. Meira »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níuleytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »