Svipt forræði í kjölfar vanrækslu

Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er ...
Á annað tug tilkynninga um vanrækslu bárust en ekki er efast um að foreldrarnir elski son sinn. mbl.is/Ásdís

Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. 

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur krafðist forsjársviptingarinnar og féllust bæði héraðsdómur og Landsréttur á því. Sú niðurstaða var meðal annars reist á forsjárhæfnismati, sem lá fyrir í málinu, um að ýmsu væri ábótavant í hæfni þeirra til að fara með forsjá sonar síns og að sinna forsjárskyldum sínum gagnvart honum. Þá hefðu önnur og vægari úrræði verið reynd án þess að hafa skilað viðunandi árangri meðal annars vegna takmarkaðs innsæis foreldranna í eigin vanda. 

Dómur Landsréttar er frá því í síðustu viku en héraðsdómur dæmdi í málinu undir lok síðasta árs. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti voru lögð fram ný gögn sem sýna að aðlögun drengsins gangi vel og hann hafi tekið framförum í þroska og samskiptum á þeim tíma sem hann hefur búið hjá fósturfjölskyldu sinni. Drengurinn var tekinn af heimili foreldra sinna í júní í fyrra en eldri bróðir hans, sem er orðinn 19 ára gamall, hefur verið í forsjá Barnaverndar Reykjavíkur frá árinu 2011.

Afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum fjölskyldunnar hófust árið 2011 er fyrsta tilkynningin um vanrækslu drengins barst til Barnaverndar Reykjavíkur. Önnur tilkynning um vanrækslu barst í apríl 2012 og laut hún að því að mikil drykkja væri á heimilinu og umgengni afar slæm.

Barnavernd Reykjavíkur fylgdist áfram með stöðu drengsins og árið 2013 kemur fram að  samkvæmt upplýsingum frá leikskóla væri drengurinn með hreinan fatnað en oft væri hann sjálfur illa þrifinn. Hann léki sér lítið við aðra og væri mikill dagamunur á hegðun hans. Töldu starfsmenn Barnaverndar að aðstæður drengsins væru ekki viðunandi og hreinlæti hans verulega ábótavant. Hann virtist heldur ekki fá þá örvun frá foreldrum sem hann þyrfti á að halda og vildu foreldrar ekki þiggja stuðning barnaverndaryfirvalda. Þá töldu starfsmenn Barnaverndar að foreldrarnir ættu við áfengisvanda að stríða þótt þau neituðu því alfarið. 

Það sama ár kom fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að móðir drengsins hefi óskað eftir aðstoð vegna heimilisofbeldis þar sem maður hennar hafi lagt hendur á hana og son þeirra.

Gekk um sjálfala oft kaldur og blautur

Sumarið 2014 bjuggu foreldrarnir ásamt drengnum í tjaldvagni á tjaldsvæðinu í Laugardal og bárust ítrekaðar kvartanir frá gestum tjaldsvæðisins um vanrækslu foreldranna. Drengurinn gengi sjálfala á tjaldsvæðinu, oft kaldur og blautur. Þá bærust læti, öskur og barnsgrátur frá tjaldi stefndu á tjaldsvæðinu.

Sumarið 2015 bárust svipaðar tilkynningar. Hafi gestir tjaldsvæðisins bent á að drengurinn væri eftirlitslaus á svæðinu, svangur og skítugur.

Í byrjun ágúst var fjölskyldan flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús, vegna elds sem upp kom í tjaldvagni þeirra á tjaldsvæðinu. Gestir tjaldsvæðisins björguðu fjölskyldunni úr logandi tjaldvagninum en drengurinn brenndist á höfði og faðir hans á höfði, hálsi og baki. Tilkynnti lögregla um atvikið til Barnaverndar Reykjavíkur. Enn barst tilkynning til Barnaverndar í byrjun september þar sem lýst var áhyggjum af heimilisaðstæðum drengsins og sinnuleysi foreldra í hans garð.

Máli lokað í kjölfar jákvæðra upplýsinga frá leikskóla og heilsugæslu

Foreldrarnir neituðu því í viðtali við starfsmenn Barnaverndar að vanrækja drenginn og lagðar voru fram jákvæðar upplýsingar um drenginn frá leikskóla hans og heilsugæslu. Að mati starfsmanna Barnaverndar gáfu þær upplýsingar sem fyrir lágu ekki tilefni til þvingunar í málinu að svo stöddu. Bókað var að málinu yrði lokað. Var foreldrum sent bréf þess efnis í desember 2015 og tilkynnt að ekki væri talin ástæða til frekari afskipta af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur af málefnum drengsins.

Enn á ný barst tilkynning til Barnaverndar í febrúar 2016 vegna drengsins. Starfsmenn Barnaverndar fóru á heimili hans og töldu aðstæður þar með öllu óviðunandi, óþrifnaður væri mikill á heimilinu og slæm lykt, auk þess sem engin barnaleikföng væru á heimilinu og engin merki um að barn væri þar búsett nema rimlarúm drengsins með nokkrum böngsum.

Samþykktu foreldrarnir í kjölfar heimsóknar starfsmanna Barnaverndar að drengurinn yrði vistaður á Vistheimili barna tímabundið. Fljótlega eftir að drengurinn kom aftur á heimili foreldra sinna fóru að berast tilkynningar um vanrækslu og áfengisneyslu foreldranna. 

Ekki spurning um ást foreldra á barninu

 Í skýrslu starfsmanns YLFU, sem er einkafyrirtæki, skilgreint sem nærþjónusta og ráðgjöf, kemur fram að á rúmlega sex vikna tímabili hafi starfsmaður YLFU farið tíu sinnum á heimilið. Heimilið hafi verið mjög óþrifalegt, veggir og gólf óhrein, svo og húsgögn. Herbergi drengsins væri óþrifalegt og mikið drasl þar. Stundum væri drengurinn hreinn, stundum óhreinn.

Þá kom þar fram að foreldrunum þætti augljóslega vænt um drenginn sinn og að hann sækti mikið til þeirra í leik. Þau ættu erfitt með að setja honum mörk og taldi starfsmaðurinn að sá vandi kynni að aukast með hækkandi aldri drengsins. Drengurinn beitti hiklaust grenji, fýlu og hroka þegar þau reyndu að setja honum mörk.

Taldi starfsmaðurinn að þroski hans væri lakari en jafnaldra hans. Þá taldi starfsmaðurinn þörf á að foreldrar fengju stuðning við að setja drengnum eðlileg mörk og stuðning til að skapa rútínu við heimanám hans strax í skólabyrjun. Foreldrarnir teldu sig aftur á móti ekki þurfa stuðning við uppeldi drengsins.

Í forsjármati sem unnið var á síðari hluta ársins 2016 kemur fram að varðandi líkamlega umönnun og atlæti taldi matsmaður ýmislegt stangast á varðandi lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu annars vegar, og þær lýsingar sem fram kæmu í tilkynningum um vanrækslu, hins vegar.

Ótrúverðugar lýsingar frá leikskóla og heilsugæslu

„Þær lýsingar sem leikskóli og heilsugæsla gefi á líkamlegri umönnun séu góðar en óneitanlega virðist þær ótrúverðugar. Ástæða þessarar niðurstöðu matsmanns segir hann vera alvarleika þeirra tilkynninga sem borist hafi um vanrækslu, auk upplýsinga frá tannlækni um verulegar tannskemmdir drengsins.

Slík tannhirða virtist alveg hafa farið fram hjá leikskóla og heilsugæslu og því eðlilegt að velta fyrir sér hvað annað hafi fram hjá þeim farið. Þá liggi fyrir nýleg gögn sem bendi til þess að þroski drengsins sé lakari en jafnaldra hans. Á hinn bóginn bendi ekkert til annars en að foreldrarnir elski son sinn og sýni honum ást og umhyggju. Þar liggi styrkleikar þeirra sem foreldra,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að tilkynningar í málinu um vanrækslu foreldranna eru á annan tug talsins og spanna tímabilið frá sjö mánaða aldri hans og til þess að hann var tekinn úr umsjá stefndu í júní 2017. Þær komu ýmist sem nafnlausar tilkynningar eða tilkynningar frá lögreglu eða skóla og luta meðal annars að drykkju foreldra, vanhirðu drengsins, skorti á umsjón og eftirliti stefndu með drengnum, gríðarlegum óþrifnaði á heimili stefndu, eldsvoða í tjaldvagni þar sem fjölskyldan var stödd og hegðunarvandkvæðum drengsins í skóla.

Barnaverndaryfirvöld hafa gert sex áætlanir um meðferð málsins sem foreldarnir hafa skrifað undir. Þær hafa meðal annars lotið að því að þau héldu sig alveg frá áfengi og færu í áfengismeðferð, aðstoð við að halda heimilinu hreinu og 33 skipta uppeldisráðgjöf frá starfsmönnum YLFA stuðningsúrræðinu.

Af gögnum málsins og framburði aðila og vitna fyrir dómi varð glögglega ráðið að stuðningsúrræði þessi hafa ekki náð markmiði sínu, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Eftir ítrekaðar ábendingar frá Barnavernd Reykjavíkur fóru foreldrarnir í 10 daga áfengismeðferð á Vogi og eftirmeðferð á  göngudeild. Þau luku þeirri meðferð 20. september 2016, en í lok október sama ár kom í ljós í óboðuðu eftirliti starfsmanna Barnaverndar að þau voru aftur farin að neyta áfengis. Drengurinn var á þessum tíma vistaður utan heimilis.

Á árinu 2017 hafi svipað verið uppi á teningnum og drengurinn tekinn af heimilinu. Foreldrarnir telja sig aftur á móti hafa náð tökum á áfengisvanda þeim sem þau glíma við og báru fyrir dómi að þau hefðu hætt að neyta áfengis eftir að drengurinn var tekinn úr þeirra umsjá í júní 2017. Engu að síður kváðust þau hvorki hafa nýtt sér stuðningsfundi til hjálpar við áfengisfíkn né farið í nokkurs konar áfengismeðferð eftir að þau féllu sannanlega á áfengisbindindi. Það er því með öllu óljóst hvort þau hafi náð þeim tökum á þeim vanda sem þau glíma við vegna áfengisneyslu, að þeim verði treyst fyrir forsjá sonar síns, segir í niðurstöðu héraðsdóms.

Neyslan ekki eini vandinn að mati dómara

Enn fremur verði að horfa til þess að þótt áfengisneysla þeirra hafi verið alvarlegur þáttur í afskiptum barnaverndaryfirvalda af uppeldi sonar þeirra, er neyslan þó langt í frá sá eini vandi sem þau glíma við, heldur einnig sá vandi þeirra að afneita eigin veikleikum, hafna aðstoð og fara á svig við leiðbeiningar og áætlanir barnaverndaryfirvalda, þegar þau voru í hvað mestri þörf fyrir aðstoð og hjálp við uppeldi og umönnun sonar þeirra. 

Niðurstöður forsjármat eru að ýmsu er ábótavant í hæfni þeirra til að veita drengnum fullnægjandi uppeldisskilyrði í framtíðinni. Þau þyrftu að vanda betur framferði sitt svo hann lenti ekki í háska, hirða betur um líkamlegar þarfir hans, skapa honum fjölbreyttari, örvandi aðstæður, vera betri fyrirmynd og læra uppbyggilegar leiðir varðandi agamál. Yrði ekki breyting á framferði þeirra væri ljóst að velferð og þroski hans væri í hættu. Þá taldi matsmaður stefndu hafa takmarkað innsæi í eigin vanda.

Jafnframt sýni sálfræðimat á drengnum að uppeldið verði krefjandi þar sem mikillar þekkingar, færni og umburðarlyndis er þörf. Gögn málsins um hegðan drengsins í vistun hjá fósturfjölskyldu, þar sem drengurinn dvaldist frá júlí 2017 fram í september sama ár, staðfesta framangreint álit sálfræðingsins, en ljóst er að drengurinn þarfnast þétts ramma við daglegt líf, aðhalds og aga, sem og mikillar og stöðugrar athygli, örvunar og hjálpar. Verður ekki annað ráðið af gögnum málsins og framburði þeirra sérfræðinga sem fyrir dóminn komu en að foreldrarnir séu ekki í stakk búin til að veita drengnum það uppeldi sem hann þarfnast, þótt ekki verði dregið í efa að þeim þyki afar vænt um hann, segir ennfremur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og hefur Landsréttur nú staðfest niðurstöðu héraðsdóms.

mbl.is

Innlent »

Smíða síðustu bobbingana

19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »

Gul viðvörun víða um land

08:59 Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestanhvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Meira »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­regl­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það á face­booksíðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...