Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Þau Sigurlaug og Egill standa vaktina í Dalshrauni og segja …
Þau Sigurlaug og Egill standa vaktina í Dalshrauni og segja ekkert vanta nema fleiri sjálfboðaliða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn.

Bókahillur, smekkfullar af athyglisverðum reyfurum, skreyta veggi markaðarins ásamt forvitnilegum málverkum eftir misþekkta listamenn. Vínylplötum er komið smekklega fyrir í þar til gerðum rekka og litríkar fataslár standa í einu horninu. Vínglös fylla eitt borðið og speglast í þeim vasar frá hinum ýmsu heimshornum sem standa glösunum við hlið.

Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði voru Sigurlaug Guðrún og Egill önnum kafin við að koma munum fyrir og aðstoða áhugasama viðskiptavini. Sigurlaug rak sjálf fornmunaverslun í tuttugu ár og hefur því mikla reynslu í þessum geira. Sigurlaug og Egill vinna sjálfboðastarf í nytjamarkaðnum og segja versluninni berast fallegir munir í hrönnum.

Sjá viðtal við Sigurlaugu Guðrúnu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert