Oddvitinn segist hafa kosið Framsókn

Ingvar Már, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segist fullur bjartsýni.
Ingvar Már, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segist fullur bjartsýni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég kaus Framsóknarflokkinn,“ segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og hlær þegar mbl.is spurði hann hvernig hann metur á stöðuna, en hann greiddi atkvæði í Breiðagerðisskóla klukkan tíu í morgun.

„Ég er fullur bjartsýni. Við skulum muna það að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mældist aldrei inni í kosningunum til Alþingis. Framsóknarflokkurinn fær yfirleitt meira en kannanir benda til,“ segir Ingvar Mar.

„Ég er fullviss um að við náum manni inn,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert