Sjósund mót sólríku suðri

Elvar Reykjalín við fjöruna á Hauganesi við Eyjafjörð og í …
Elvar Reykjalín við fjöruna á Hauganesi við Eyjafjörð og í baksýn eru heitu pottarnir og búningsaðstaðan sem komið hefur verið upp. Hægt er að vaða á sendnum botni minnst 25 metra út í sjóinn á þessum slóðum mbl.is/igurður Bogi Sævarsson

Komið hefur verið upp heitum pottum og búningsaðstöðu í fjöru á Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð og þar útbúin góð aðstaða fyrir sjósundsfólk.

Aðstæður á þessum slóðum fyrir sjósund eru allar hinar bestu, fjaran er sendin og grunn og hægt að vaða um 25 metra út þegar lágsjávað er. Þá snýr fjaran mót sólríku suðri, en slíkar aðstæður eru sjaldgæfar á Norðurlandi.

Það er Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri Ektafisks, sem að þessu stendur með fjölskyldu sinni, en þau reka fyrir veitingastað í þorpinu og hafa raunar gert sitthvað fleira í því skyni að styrkja Hauganes sem ferðamannastað.

Norðlenskt Benidorm

„Aðstaðan er góð en vonandi er þetta bara fyrsti áfanginn. Ég tel að hér séu mikil tækifæri fyrir hendi og ef aðsókn verður góð má alltaf bæta við og byggja upp,“ segir Elvar í umfjöllun um aðstæður í sundfjörunni góðu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert