Meistari eftir 42 mínútna ísbað

Frá Íslandsmótinu í ísbaði.
Frá Íslandsmótinu í ísbaði. Ljósmynd/Aðsend

Lea Marie Galgana bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í ísbaði sem var haldið í Grindavík í dag með því að sitja ofan í baðinu í 42 mínútur og 20 sekúndur.

Í öðru sæti varð Algirdas Kazulis á tímanum 41 mínúta og 18 sekúndur.

Sigurður J. Ævarsson varð þriðji á tímanum 35,05 mínútur.

Að sögn Benedikts Lafleur, stofnanda og skipuleggjanda mótsins, gekk keppnin vel fyrir sig.

Þakkaði hann Grindavíkurbæ fyrir og sérstaklega þeim Kolbrúnu Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og Gunnari Margeiri Baldurssyni, sjúkraflutningamanni frá heilsugæslunni í Grindavík, fyrir þeirra aðkomu.

Ljósmynd/Aðsend
Benedikt Lafleur.
Benedikt Lafleur. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is