Tvítugur menntaskólanemi á þing

Karl Liljendal Hólmgeirsson.
Karl Liljendal Hólmgeirsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Karl Liljendal Hólmgeirsson tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn. Hann er 20 ára og 355 daga gamall og verður þar með sá yngsti frá upphafi sem sest á þing.

„Það er mikil lífsreynsla fólgin í tækifæri sem þessu en ég er auðvitað hrikalega ungur og það kemur í ljós hvernig fer,“ segir Karl í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og leggur þar stund á viðskipta- og hagfræði. Karl segist ekki alltaf hafa haft áhuga á pólitík en að áhuginn hafi þróast hratt. „Ég byrjaði í pólitík fyrir um það bil tveimur árum,“ segir Karl, sem var varaformaður Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri. Hann gekk síðar til liðs við Miðflokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert