Flýttu útskrift vegna leiksins

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson.
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson. AFP

„Vanalega hefði útskriftin verið klukkan eitt en við ákváðum að færa hana þegar ljóst varð að leikurinn yrði á þessum tíma. Þá fengum við holskeflu af fyrirspurnum frá nemendum sem voru uggandi yfir því að þeir yrðu að vera í útskrift á sama tíma,“ segir Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskólans í Reykjavík.

Útskrift skólans verður klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður henni lokið um hádegisbil, klukkutíma fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Útlit er fyrir að þjóðfélagið leggist á hliðina á meðan á leiknum stendur og fátt verði annað við að vera.

„Við höfum heyrt af einhverjum sem ætla að slá saman útskriftarveislu og því að horfa á leikinn en svo verða einhverjir með veislu eftir leikinn,“ segir Katrín, en um 600 manns útskrifast frá HR að þessu sinni. Hún segir að útlit sé fyrir góða mætingu á athöfnina, sem verður í Hörpu. „Það mæta langflestir og nánast allir þeir sem ekki komast verða staddir í Rússlandi.“

Háskólinn á Bifröst mun útskrifa um 80 nemendur á laugardag. Athöfnin verður sömuleiðis klukkan tíu að morgni. Að athöfn lokinni verður boðið upp á móttöku og hægt verður að horfa á leikinn í aðstöðu nemendafélagsins.

„Fólk skipuleggur allt í kringum þetta. Það voru skírnarathafnir færðar til að þær myndu ekki rekast á leikinn,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Hann gefur tvö pör saman á laugardaginn en svo heppilega vill til að brúðkaupin eru síðdegis. „Ég er með brúðkaup klukkan þrjú og svo aftur klukkan hálf fimm. Bæði pörin voru fegin því að leikurinn var svo snemma dags og nú vona þau bara að hann fari vel svo að gestir verði í góðu skapi þegar þeir koma.“

Undirbúningur prestsins tekur sömuleiðis mið af leiknum mikilvæga. „Já, ætli ég verði ekki með tvær ræður tilbúnar. Eina ef við vinnum og aðra ef við töpum.“

Annars kveðst Ólafur öllu orðinn vanur þegar kemur að fótbolta. „Já, og það þarf ekki svona stóra leiki til. Menn eru gjarnan að stelast til að fylgjast með leikjum í enska boltanum í símanum í kirkjunni. Það er bara gaman að þessu.“

Götuspyrnan ekki færð til

„Rússarnir voru greinilega ekki búnir að átta sig á því að við vorum búnir að gefa út keppnisdagatalið okkar þegar þeir skipulögðu mótið. Það var alveg vitað að götuspyrnan yrði á þessum tíma. Þetta er náttúrlega skandall,“ segir Einar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur fyrir Bíladögum um helgina.

Götuspyrnan stendur frá 11-15 og ætti því hápunktur hennar að vera á sama tíma og leikurinn við Argentínu. Einar býst þrátt fyrir þetta við góðri mætingu á Bíladaga og segir að þeir sem vilji geti horft á leikinn.

„Við reddum því auðvitað og verðum með leikinn í beinni í sjónvarpinu í félagsheimilinu okkar. Svo erum við með kynni sem hefur ekkert rosalega mikið á móti fótbolta og hann mun eflaust segja frá gangi mála í leiknum og úrslitunum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Innlent »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »

Á vaktinni á Menningarnótt í 21. skipti

Í gær, 15:21 Viðbúnaður lögreglu og öryggisgæsla á Menningarnótt verður með svipuðum hætti og í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er allt með sama hætti og var í fyrra,“ segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Breki sækist eftir formennsku

Í gær, 15:03 Breki Karlsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum.   Meira »

„Sumarið var okkur erfitt“

Í gær, 15:02 „Það er umferðastýring þarna. Þeir safna upp og hleypa svo í gegn. Öðruvísi getum við ekki gert þetta. Ég held að fólk sé með ágætisbiðlund og það hefur sýnt okkur skilning,“ segir Þórður Njálsson, eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni. Miklar tafir hafa verið á Vesturlandsvegi við Kjalarnes síðan í gær. Meira »

Fjölbreyttir viðburðir um alla borg

Í gær, 14:32 Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. Mikið verður um dýrðir að venju, leikarar, dansarar og fjöllistafólk verða með uppákomur og íbúar bjóða víða upp á dagskrá í húsagörðum og -sundum. Meira »

Starfsmenn stefna Hval hf.

Í gær, 12:35 „Þetta eru mál sem eru með nákvæmlega sama hætti og málið sem vannst fyrir Hæstarétti. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum vinna þau líka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alls níu fyrrverandi starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu fyrir héraðsdóm. Meira »