Flýttu útskrift vegna leiksins

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson.
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson. AFP

„Vanalega hefði útskriftin verið klukkan eitt en við ákváðum að færa hana þegar ljóst varð að leikurinn yrði á þessum tíma. Þá fengum við holskeflu af fyrirspurnum frá nemendum sem voru uggandi yfir því að þeir yrðu að vera í útskrift á sama tíma,“ segir Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskólans í Reykjavík.

Útskrift skólans verður klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður henni lokið um hádegisbil, klukkutíma fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Útlit er fyrir að þjóðfélagið leggist á hliðina á meðan á leiknum stendur og fátt verði annað við að vera.

„Við höfum heyrt af einhverjum sem ætla að slá saman útskriftarveislu og því að horfa á leikinn en svo verða einhverjir með veislu eftir leikinn,“ segir Katrín, en um 600 manns útskrifast frá HR að þessu sinni. Hún segir að útlit sé fyrir góða mætingu á athöfnina, sem verður í Hörpu. „Það mæta langflestir og nánast allir þeir sem ekki komast verða staddir í Rússlandi.“

Háskólinn á Bifröst mun útskrifa um 80 nemendur á laugardag. Athöfnin verður sömuleiðis klukkan tíu að morgni. Að athöfn lokinni verður boðið upp á móttöku og hægt verður að horfa á leikinn í aðstöðu nemendafélagsins.

„Fólk skipuleggur allt í kringum þetta. Það voru skírnarathafnir færðar til að þær myndu ekki rekast á leikinn,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Hann gefur tvö pör saman á laugardaginn en svo heppilega vill til að brúðkaupin eru síðdegis. „Ég er með brúðkaup klukkan þrjú og svo aftur klukkan hálf fimm. Bæði pörin voru fegin því að leikurinn var svo snemma dags og nú vona þau bara að hann fari vel svo að gestir verði í góðu skapi þegar þeir koma.“

Undirbúningur prestsins tekur sömuleiðis mið af leiknum mikilvæga. „Já, ætli ég verði ekki með tvær ræður tilbúnar. Eina ef við vinnum og aðra ef við töpum.“

Annars kveðst Ólafur öllu orðinn vanur þegar kemur að fótbolta. „Já, og það þarf ekki svona stóra leiki til. Menn eru gjarnan að stelast til að fylgjast með leikjum í enska boltanum í símanum í kirkjunni. Það er bara gaman að þessu.“

Götuspyrnan ekki færð til

„Rússarnir voru greinilega ekki búnir að átta sig á því að við vorum búnir að gefa út keppnisdagatalið okkar þegar þeir skipulögðu mótið. Það var alveg vitað að götuspyrnan yrði á þessum tíma. Þetta er náttúrlega skandall,“ segir Einar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur fyrir Bíladögum um helgina.

Götuspyrnan stendur frá 11-15 og ætti því hápunktur hennar að vera á sama tíma og leikurinn við Argentínu. Einar býst þrátt fyrir þetta við góðri mætingu á Bíladaga og segir að þeir sem vilji geti horft á leikinn.

„Við reddum því auðvitað og verðum með leikinn í beinni í sjónvarpinu í félagsheimilinu okkar. Svo erum við með kynni sem hefur ekkert rosalega mikið á móti fótbolta og hann mun eflaust segja frá gangi mála í leiknum og úrslitunum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Innlent »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...