Flýttu útskrift vegna leiksins

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson.
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, og Heimir Hallgrímsson. AFP

„Vanalega hefði útskriftin verið klukkan eitt en við ákváðum að færa hana þegar ljóst varð að leikurinn yrði á þessum tíma. Þá fengum við holskeflu af fyrirspurnum frá nemendum sem voru uggandi yfir því að þeir yrðu að vera í útskrift á sama tíma,“ segir Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskólans í Reykjavík.

Útskrift skólans verður klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður henni lokið um hádegisbil, klukkutíma fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Útlit er fyrir að þjóðfélagið leggist á hliðina á meðan á leiknum stendur og fátt verði annað við að vera.

„Við höfum heyrt af einhverjum sem ætla að slá saman útskriftarveislu og því að horfa á leikinn en svo verða einhverjir með veislu eftir leikinn,“ segir Katrín, en um 600 manns útskrifast frá HR að þessu sinni. Hún segir að útlit sé fyrir góða mætingu á athöfnina, sem verður í Hörpu. „Það mæta langflestir og nánast allir þeir sem ekki komast verða staddir í Rússlandi.“

Háskólinn á Bifröst mun útskrifa um 80 nemendur á laugardag. Athöfnin verður sömuleiðis klukkan tíu að morgni. Að athöfn lokinni verður boðið upp á móttöku og hægt verður að horfa á leikinn í aðstöðu nemendafélagsins.

„Fólk skipuleggur allt í kringum þetta. Það voru skírnarathafnir færðar til að þær myndu ekki rekast á leikinn,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Hann gefur tvö pör saman á laugardaginn en svo heppilega vill til að brúðkaupin eru síðdegis. „Ég er með brúðkaup klukkan þrjú og svo aftur klukkan hálf fimm. Bæði pörin voru fegin því að leikurinn var svo snemma dags og nú vona þau bara að hann fari vel svo að gestir verði í góðu skapi þegar þeir koma.“

Undirbúningur prestsins tekur sömuleiðis mið af leiknum mikilvæga. „Já, ætli ég verði ekki með tvær ræður tilbúnar. Eina ef við vinnum og aðra ef við töpum.“

Annars kveðst Ólafur öllu orðinn vanur þegar kemur að fótbolta. „Já, og það þarf ekki svona stóra leiki til. Menn eru gjarnan að stelast til að fylgjast með leikjum í enska boltanum í símanum í kirkjunni. Það er bara gaman að þessu.“

Götuspyrnan ekki færð til

„Rússarnir voru greinilega ekki búnir að átta sig á því að við vorum búnir að gefa út keppnisdagatalið okkar þegar þeir skipulögðu mótið. Það var alveg vitað að götuspyrnan yrði á þessum tíma. Þetta er náttúrlega skandall,“ segir Einar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur fyrir Bíladögum um helgina.

Götuspyrnan stendur frá 11-15 og ætti því hápunktur hennar að vera á sama tíma og leikurinn við Argentínu. Einar býst þrátt fyrir þetta við góðri mætingu á Bíladaga og segir að þeir sem vilji geti horft á leikinn.

„Við reddum því auðvitað og verðum með leikinn í beinni í sjónvarpinu í félagsheimilinu okkar. Svo erum við með kynni sem hefur ekkert rosalega mikið á móti fótbolta og hann mun eflaust segja frá gangi mála í leiknum og úrslitunum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Innlent »

Líkfundur í Ölfusá

13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Guðni álitinn höfðingi í Nígeríu

05:30 „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Meira »

Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

05:30 Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

05:30 Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Stöður ekki mannaðar með fólki að utan

05:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

05:30 Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...