Vertu með í stærsta stafræna kórnum

„Við ætlum að slá Íslandsmet og búa til stærsta stafræna kór Íslandssögunnar,“ segir Unnur María Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Árvakri, eftir jafnteflið við Argentínumenn í fyrsta leik Íslendinga á HM í Rússlandi.

Verkefnið HM-kórinn fór af stað í dag en HM-kórinn er vettvangur þar sem Íslendingar geta sent upptöku af sér að syngja og verða að endingu öll myndböndin sett saman í einn risa hópsöng.

„Þegar EM var í Frakklandi höfðu margir tækifæri á að fara út en það hafa ekki eins margir sama tækifæri til þess að fara til Rússlands,“ segir Unnur María. „En allir geta tekið þátt í að peppa strákana. Þú þarft ekki að vera í Rússlandi til að vera með í stemningunni.

Verkefnið er samstarfsverkefni MBL og Samsung en hugmynd og framkvæmd er í höndum Tjarnargötunar og vefhússins Aranja. Unnur María hvetur alla, unga sem aldna til að vera með og senda inn sína rödd á mbl.is/hmkorinn.

Attachment: "Jafntefli við Argentínu. Sendu inn þína rödd." nr. 10739


 

Til stendur að búa til stærsta stafræna kór Íslands og …
Til stendur að búa til stærsta stafræna kór Íslands og senda kveðju til strákanna á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert