Heitar umræður í borgarstjórn

Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi.
Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Þá voru tillögur meirihlutans um sameiningu ráða samþykktar og kosið til sjö manna stjórnar þeirra.

Minnihlutinn var samheldinn í kosningunum og vakti athygli sumra, til að mynda borgarstjóra, að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, skyldi stilla sér upp með Sjálfstæðismönnum, Flokki fólksins og Miðflokki gegn meirihlutaflokkunum.

Auk rútínumála voru teknar fyrir nokkrar tillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Ein þeirra fjallaði um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borgarinnar á fundum sem setnir eru á vinnutíma.

Ásakanir um trúnaðarbrest

Í umræðum um breyt­ingu á skipu­lagi nefnda þakkaði Líf Magneudóttir andmælanda sínum Mörtu Guðjónsdóttur fyrir að vilja áfram starfa að um­hverf­is­mál­um í nýrri um­hverf­is- og heil­brigðis­nefnd. Það lagðist illa í borgarfulltrúa minnihlutans og gerði Marta at­huga­semd þar sem minni­hlut­inn hefði aldrei upp­lýst meiri­hlut­ann um hverja hann hygðist kjósa í nefnd­ir borg­ar­inn­ar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði flokkinn hafa sent til­lög­ur minni­hlut­ans til starfs­manns borg­ar­inn­ar í trúnaði og spurði hver hefði „lekið“ umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var ekki svarað, en Dagur B. Eggertsson sagði að hefð hefði skapast fyr­ir því að senda frá sér til­lög­ur um nefndarsetu vegna þeirra deilna sem til­nefn­ing Gúst­afs Ní­els­son­ar í mann­rétt­indaráð hefði skapað á sín­um tíma.

Umræða hefur verið um launakjör æðstu embættismanna fyrir nefndarsetu, eftir að það komst í fréttir að bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur fá 137.000 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Borgarstjóri Reykjavíkur, sem er formaður stjórnarinnar, fær svo gott betur eða 205.000 krónur mánaðarlega. Fimm stjórnarfundir hafa verið haldnir það sem af er ári, eða um einn á mánuði.

Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og ...
Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um tillöguna stóð yfir í um klukkustund. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að ekki væri sanngjarnt að reikna vinnuálag út frá fundum einum og sér enda færi mest vinnan við stjórnarsetuna fram utan eiginlegra stjórnarfunda. Þó væri eðlilegt að yfirfara launakjör æðstu embættismanna og lagði hann til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs til frekari umfjöllunar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði ógegnsætt fyrir fólk úti í bæ að átta sig á hvað borgarfulltrúar væru í raun og veru með í laun þegar greitt væri aukalega fyrir ýmsa stjórnarsetu.

Sagði hún að á síðustu öld hefði tíðkast að þingmenn sætu jafnvel í bankaráði og þæðu fyrir það laun. Þingið hefði síðar tekið sér tak og sett sér reglur um að þingmenn mættu ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja.

Úr varð að tillögunni var vísað til borgarráðs með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu.

mbl.is

Innlent »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »
Húsgangaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...