Heitar umræður í borgarstjórn

Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi.
Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Þá voru tillögur meirihlutans um sameiningu ráða samþykktar og kosið til sjö manna stjórnar þeirra.

Minnihlutinn var samheldinn í kosningunum og vakti athygli sumra, til að mynda borgarstjóra, að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, skyldi stilla sér upp með Sjálfstæðismönnum, Flokki fólksins og Miðflokki gegn meirihlutaflokkunum.

Auk rútínumála voru teknar fyrir nokkrar tillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Ein þeirra fjallaði um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borgarinnar á fundum sem setnir eru á vinnutíma.

Ásakanir um trúnaðarbrest

Í umræðum um breyt­ingu á skipu­lagi nefnda þakkaði Líf Magneudóttir andmælanda sínum Mörtu Guðjónsdóttur fyrir að vilja áfram starfa að um­hverf­is­mál­um í nýrri um­hverf­is- og heil­brigðis­nefnd. Það lagðist illa í borgarfulltrúa minnihlutans og gerði Marta at­huga­semd þar sem minni­hlut­inn hefði aldrei upp­lýst meiri­hlut­ann um hverja hann hygðist kjósa í nefnd­ir borg­ar­inn­ar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði flokkinn hafa sent til­lög­ur minni­hlut­ans til starfs­manns borg­ar­inn­ar í trúnaði og spurði hver hefði „lekið“ umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var ekki svarað, en Dagur B. Eggertsson sagði að hefð hefði skapast fyr­ir því að senda frá sér til­lög­ur um nefndarsetu vegna þeirra deilna sem til­nefn­ing Gúst­afs Ní­els­son­ar í mann­rétt­indaráð hefði skapað á sín­um tíma.

Umræða hefur verið um launakjör æðstu embættismanna fyrir nefndarsetu, eftir að það komst í fréttir að bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur fá 137.000 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Borgarstjóri Reykjavíkur, sem er formaður stjórnarinnar, fær svo gott betur eða 205.000 krónur mánaðarlega. Fimm stjórnarfundir hafa verið haldnir það sem af er ári, eða um einn á mánuði.

Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og ...
Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um tillöguna stóð yfir í um klukkustund. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að ekki væri sanngjarnt að reikna vinnuálag út frá fundum einum og sér enda færi mest vinnan við stjórnarsetuna fram utan eiginlegra stjórnarfunda. Þó væri eðlilegt að yfirfara launakjör æðstu embættismanna og lagði hann til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs til frekari umfjöllunar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði ógegnsætt fyrir fólk úti í bæ að átta sig á hvað borgarfulltrúar væru í raun og veru með í laun þegar greitt væri aukalega fyrir ýmsa stjórnarsetu.

Sagði hún að á síðustu öld hefði tíðkast að þingmenn sætu jafnvel í bankaráði og þæðu fyrir það laun. Þingið hefði síðar tekið sér tak og sett sér reglur um að þingmenn mættu ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja.

Úr varð að tillögunni var vísað til borgarráðs með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu.

mbl.is

Innlent »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið uppá land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun í tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn Jan Fabre, sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónasar Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...