Heitar umræður í borgarstjórn

Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi.
Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Þá voru tillögur meirihlutans um sameiningu ráða samþykktar og kosið til sjö manna stjórnar þeirra.

Minnihlutinn var samheldinn í kosningunum og vakti athygli sumra, til að mynda borgarstjóra, að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, skyldi stilla sér upp með Sjálfstæðismönnum, Flokki fólksins og Miðflokki gegn meirihlutaflokkunum.

Auk rútínumála voru teknar fyrir nokkrar tillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Ein þeirra fjallaði um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borgarinnar á fundum sem setnir eru á vinnutíma.

Ásakanir um trúnaðarbrest

Í umræðum um breyt­ingu á skipu­lagi nefnda þakkaði Líf Magneudóttir andmælanda sínum Mörtu Guðjónsdóttur fyrir að vilja áfram starfa að um­hverf­is­mál­um í nýrri um­hverf­is- og heil­brigðis­nefnd. Það lagðist illa í borgarfulltrúa minnihlutans og gerði Marta at­huga­semd þar sem minni­hlut­inn hefði aldrei upp­lýst meiri­hlut­ann um hverja hann hygðist kjósa í nefnd­ir borg­ar­inn­ar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði flokkinn hafa sent til­lög­ur minni­hlut­ans til starfs­manns borg­ar­inn­ar í trúnaði og spurði hver hefði „lekið“ umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var ekki svarað, en Dagur B. Eggertsson sagði að hefð hefði skapast fyr­ir því að senda frá sér til­lög­ur um nefndarsetu vegna þeirra deilna sem til­nefn­ing Gúst­afs Ní­els­son­ar í mann­rétt­indaráð hefði skapað á sín­um tíma.

Umræða hefur verið um launakjör æðstu embættismanna fyrir nefndarsetu, eftir að það komst í fréttir að bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur fá 137.000 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Borgarstjóri Reykjavíkur, sem er formaður stjórnarinnar, fær svo gott betur eða 205.000 krónur mánaðarlega. Fimm stjórnarfundir hafa verið haldnir það sem af er ári, eða um einn á mánuði.

Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og ...
Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um tillöguna stóð yfir í um klukkustund. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að ekki væri sanngjarnt að reikna vinnuálag út frá fundum einum og sér enda færi mest vinnan við stjórnarsetuna fram utan eiginlegra stjórnarfunda. Þó væri eðlilegt að yfirfara launakjör æðstu embættismanna og lagði hann til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs til frekari umfjöllunar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði ógegnsætt fyrir fólk úti í bæ að átta sig á hvað borgarfulltrúar væru í raun og veru með í laun þegar greitt væri aukalega fyrir ýmsa stjórnarsetu.

Sagði hún að á síðustu öld hefði tíðkast að þingmenn sætu jafnvel í bankaráði og þæðu fyrir það laun. Þingið hefði síðar tekið sér tak og sett sér reglur um að þingmenn mættu ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja.

Úr varð að tillögunni var vísað til borgarráðs með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu.

mbl.is

Innlent »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...