Heitar umræður í borgarstjórn

Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi.
Borgarfulltrúar minnihlutans stilla saman strengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Þá voru tillögur meirihlutans um sameiningu ráða samþykktar og kosið til sjö manna stjórnar þeirra.

Minnihlutinn var samheldinn í kosningunum og vakti athygli sumra, til að mynda borgarstjóra, að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, skyldi stilla sér upp með Sjálfstæðismönnum, Flokki fólksins og Miðflokki gegn meirihlutaflokkunum.

Auk rútínumála voru teknar fyrir nokkrar tillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Ein þeirra fjallaði um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borgarinnar á fundum sem setnir eru á vinnutíma.

Ásakanir um trúnaðarbrest

Í umræðum um breyt­ingu á skipu­lagi nefnda þakkaði Líf Magneudóttir andmælanda sínum Mörtu Guðjónsdóttur fyrir að vilja áfram starfa að um­hverf­is­mál­um í nýrri um­hverf­is- og heil­brigðis­nefnd. Það lagðist illa í borgarfulltrúa minnihlutans og gerði Marta at­huga­semd þar sem minni­hlut­inn hefði aldrei upp­lýst meiri­hlut­ann um hverja hann hygðist kjósa í nefnd­ir borg­ar­inn­ar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði flokkinn hafa sent til­lög­ur minni­hlut­ans til starfs­manns borg­ar­inn­ar í trúnaði og spurði hver hefði „lekið“ umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var ekki svarað, en Dagur B. Eggertsson sagði að hefð hefði skapast fyr­ir því að senda frá sér til­lög­ur um nefndarsetu vegna þeirra deilna sem til­nefn­ing Gúst­afs Ní­els­son­ar í mann­rétt­indaráð hefði skapað á sín­um tíma.

Umræða hefur verið um launakjör æðstu embættismanna fyrir nefndarsetu, eftir að það komst í fréttir að bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur fá 137.000 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Borgarstjóri Reykjavíkur, sem er formaður stjórnarinnar, fær svo gott betur eða 205.000 krónur mánaðarlega. Fimm stjórnarfundir hafa verið haldnir það sem af er ári, eða um einn á mánuði.

Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og ...
Afmælisbörnin Dagur B. og Dóra Björt voru kosin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um tillöguna stóð yfir í um klukkustund. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að ekki væri sanngjarnt að reikna vinnuálag út frá fundum einum og sér enda færi mest vinnan við stjórnarsetuna fram utan eiginlegra stjórnarfunda. Þó væri eðlilegt að yfirfara launakjör æðstu embættismanna og lagði hann til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs til frekari umfjöllunar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði ógegnsætt fyrir fólk úti í bæ að átta sig á hvað borgarfulltrúar væru í raun og veru með í laun þegar greitt væri aukalega fyrir ýmsa stjórnarsetu.

Sagði hún að á síðustu öld hefði tíðkast að þingmenn sætu jafnvel í bankaráði og þæðu fyrir það laun. Þingið hefði síðar tekið sér tak og sett sér reglur um að þingmenn mættu ekki sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja.

Úr varð að tillögunni var vísað til borgarráðs með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu.

mbl.is

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...