Tvær milljónir í skordýr

Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich ætla að …
Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich ætla að nýta jarðhita til ræktunar á skordýrum. Þau eru spenntust fyrir því að þróa prótínpillur úr hráefninu eða nota skordýrin til fiskeldis. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun.

Að sögn Christin varð hugmyndin að verkefninu til á ferðalagi um Ísland. „Við vorum að keyra um landið og spjalla um allar þessar auðlindir sem finnast á Íslandi og okkur fannst vera hægt að nýta t.d. jarðvarma betur. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um skordýr og hef oft pælt í því hvernig væri hægt að nýta þau í framtíðinni.“

Sjálflærð í skordýraræktun

Christin segir að eftir að samkeppnin var auglýst hafi tekið við mikil rannsóknar- og undirbúningsvinna en þau eru ekki menntuð í auðlindagreinum: „Við erum sjálflærð í þessu, við lásum mikið af faglegum greinum og vísindatímaritum til að kynna okkur þetta nánar.“ Christin segist jafnframt bjartsýn á framhaldið, þótt verkefnið sé á byrjunarstigi: „Við erum mjög spennt núna þar sem við fáum ekki bara peningastyrk heldur einnig aðstoð við að koma fyrirtækinu af stað.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun útvega þeim faglega aðstoð og munu þau m.a. sitja námskeið í viðskiptaþróun á vegum NÍ.

Sjá samtal við Christin og Torsten í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert