Meiri áfengissala í kringum HM en EM

Margir lögðu leið sína í Vínbúðirnar þegar HM hófst.
Margir lögðu leið sína í Vínbúðirnar þegar HM hófst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar virðast drekka meira í tengslum við HM í knattspyrnu nú en þeir gerðu þegar EM fór fram fyrir tveimur árum. Alls seldust 428.733 lítrar af áfengi í verslunum ÁTVR fyrstu vikuna meðan á HM í knattspyrnu stóð, dagana 14.-19. júní.

Það er þó nokkuð meira en seldist fyrstu vikuna á EM árið 2016, dagana 10.-15. júní, en þá seldust 416.424 lítrar af áfengi.

Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Víkingi Árnasyni, framkvæmdastjóra hjá ÁTVR, ber að líta til þess að 17. júní bar upp í fyrstu vikunni á HM í ár. Í Morgunblaðinu í dag segir hann að erfitt sé að bera saman tímabil þegar svo ber við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert