Stærð er hugarástand

Djúpavogur.
Djúpavogur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hugur flestra Íslendinga hvar sem þeir eru staddir er í Rússlandi þessa dagana enda íslenska landsliðið í knattspyrnu að taka þar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Íbúar Djúpavogshrepps eru þar ekki undanskildir en þeir senda liðinu flotta baráttukveðju.

Alls eru íbúar Djúpavogshrepps 461 talsins og sýnir myndskeiðið vel að stærð er ekkert annað en hugarástand.

„Á fallegum sumardegi komu íbúar Djúpavogshrepps saman við Tankinn á Djúpavogi til að taka upp litla kveðju til karlalandsliðsins í fótbolta, sem er nú statt á HM í Rússlandi.

Þetta var útkoman.

ÁFRAM ÍSLAND!

HÚH!!“ segir í færslu á vef Djúpavogshrepps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert