Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Frændurnir með leigubílstjóranum í eina stoppi bílferðarinnar frá Saratov til ...
Frændurnir með leigubílstjóranum í eina stoppi bílferðarinnar frá Saratov til Volgograd. Ljósmynd/Aðsend

Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu á föstudaginn síðastliðinn.

Eftir að hafa lent í Moskvu ákváðu frændurnir Bergur Stefánsson og Fjalar Elvarsson að skella sér á Rauða torgið og taka nokkrar „sjálfur“ fyrir tengiflugið til Volgograd enda höfðu þeir fimm klukkustundir til stefnu. Það fór ekki betur en svo að þeir misstu af fluginu og fengu þeir þau svör á flugvellinum að engin sæti væru laus í öðrum flugferðum til Volgograd.

„Við lentum á flugvelli norðarlega í Moskvu þannig við þurftum að skipta um völl og höfðum fimm tíma í það. Við hugsuðum með okkur að við tækjum bara leigubíl niður í bæ, það var þannig spölur að það átti ekki að taka nema hálftíma. Þá lendum við í þvílíku umferðarstoppi, það bara gekk ekkert,“ segir Bergur í samtali við mbl.is. „Við vorum svo vitlausir að taka ekki lest.“

Öll flug til Volgograd uppbókuð

Frændurnir náðu loks á flugvöllinn en þá var vélin þeirra farin af stað. Eftir fjögurra klukkustunda árangurslausa leit að ferðum til Volgograd gáfust þeir upp og bókuðu flug til Saratov.

„Maður hélt að þetta væri bara búið þegar maður heyrði að það væri ekki flug eða neitt hægt að gera. En þau voru gríðarlega hjálpsöm þarna. Það var kona sem talaði enga ensku en fólk í kring túlkaði fyrir okkur. Hún leitaði svoleiðis fram og til baka. Þetta tók fjóra klukkutíma frá því að við komum og þangað til hún var búin að finna þessi tvö sæti,“ útskýrir Bergur.

Frændurnir voru þó ekki öruggir að komast á leikinn því að langt er á milli Saratov og Volgograd.

„Við vorum ekkert vissir, þó að við tækjum þetta flug, hvort við næðum á leikinn því þetta eru 400 kílómetrar og við vissum ekkert um umferð eða vegakerfið. Við tókum bara sénsinn.“

Þeir náðu að bóka leigubíl sem beið eftir þeim á flugvellinum en fram undan var kapphlaup við tímann. Í fluginu uppgötvuðu þeir þó að Saratov og Volgograd væru í mismunandi tímabeltum og græddu þeir því auka klukkustund. „Það var enginn smá léttir þegar við komumst að því að við höfðum auka klukkutíma,“ segir Bergur hlæjandi.

Frændurnir báðu leigubílstjórann um að keyra hraðar en fengu þau svör að hann væri hræddur við hraðamyndavélar. „Við spurðum hann hvað sektin kostaði og það var í mesta lagi fimm þúsund rúblur. Við borguðum bara fimm þúsund rúblur aukalega og sögðum honum að gefa í eins og hann vildi. Sem hann og gerði.“

Tók fram úr heilu bílalestunum

Við tók 400 kílómetra bílferð þar sem sem ekkert var stoppað á leiðinni, „nema einu sinni til að pissa“. Leigubílstjórinn tók beiðni þeirra um að stíga á bensíngjöfina bókstaflega og stóð frændunum ekki á sama þegar hann tók fram úr heilu bílalestunum þrátt fyrir að bílar væru að koma á móti.

Þeir náðu þó til Volgograd í tæka tíð og gott betur en það. „Svo vorum við bara komnir tveimur tímum fyrir leik. Við héldum að við þyrftum að fara með draslið okkar beint á völlinn en við náðum að slaka aðeins á, fá okkur bjór og svo vorum við komnir í stemninguna. Þetta bjargaðist,“ segir Bergur, ánægður með bílferðina.

Misstu flugið til baka

Óförum þeirra var þó ekki lokið þá, því daginn eftir kom í ljós að búið var að taka af þeim sætin í flugvélinni til baka frá Volgograd. Þeir fengu þau skilaboð að þar sem að þeir hefðu ekki mætt í fyrri fluglegg þá gætu þeir ekki mætt í þann seinni. „Við þurftum að gjöra svo vel að kaupa okkur nýtt flug til baka.“

„Þetta var orðið svo mikið vesen að við vorum að hugsa um að halda bara áfram og fara til Rostov á næsta leik. Þetta var orðið svo dýrt hvort eð er. En við þurftum að fara í vinnu, annars væri maður ennþá þarna.“

Bergur segir stemninguna hafa verið ævintýralega góða þrátt fyrir að úrslitin hafi verið vonbrigði. Hann segir ólýsanlegt að fá að upplifa slíkan viðburð og að ferðalagið hafi verið þess virði.

Hann er ekki sérstaklega bjartsýnn fyrir leikinn á móti Króatíu en vonar svo sannarlega að strákunum okkar takist að vinna hann. „Þeir geta allt þessir strákar, þeir hafa sýnt það áður,“ bætir Bergur við áður en hann hoppar upp í enn eitt flugið, í þetta sinn frá Stokkhólmi til Gautaborgar, þar sem hann starfar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu á aðfangadag fyrir utan Norðaustur- og Austurland þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...