Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Frændurnir með leigubílstjóranum í eina stoppi bílferðarinnar frá Saratov til ...
Frændurnir með leigubílstjóranum í eina stoppi bílferðarinnar frá Saratov til Volgograd. Ljósmynd/Aðsend

Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu á föstudaginn síðastliðinn.

Eftir að hafa lent í Moskvu ákváðu frændurnir Bergur Stefánsson og Fjalar Elvarsson að skella sér á Rauða torgið og taka nokkrar „sjálfur“ fyrir tengiflugið til Volgograd enda höfðu þeir fimm klukkustundir til stefnu. Það fór ekki betur en svo að þeir misstu af fluginu og fengu þeir þau svör á flugvellinum að engin sæti væru laus í öðrum flugferðum til Volgograd.

„Við lentum á flugvelli norðarlega í Moskvu þannig við þurftum að skipta um völl og höfðum fimm tíma í það. Við hugsuðum með okkur að við tækjum bara leigubíl niður í bæ, það var þannig spölur að það átti ekki að taka nema hálftíma. Þá lendum við í þvílíku umferðarstoppi, það bara gekk ekkert,“ segir Bergur í samtali við mbl.is. „Við vorum svo vitlausir að taka ekki lest.“

Öll flug til Volgograd uppbókuð

Frændurnir náðu loks á flugvöllinn en þá var vélin þeirra farin af stað. Eftir fjögurra klukkustunda árangurslausa leit að ferðum til Volgograd gáfust þeir upp og bókuðu flug til Saratov.

„Maður hélt að þetta væri bara búið þegar maður heyrði að það væri ekki flug eða neitt hægt að gera. En þau voru gríðarlega hjálpsöm þarna. Það var kona sem talaði enga ensku en fólk í kring túlkaði fyrir okkur. Hún leitaði svoleiðis fram og til baka. Þetta tók fjóra klukkutíma frá því að við komum og þangað til hún var búin að finna þessi tvö sæti,“ útskýrir Bergur.

Frændurnir voru þó ekki öruggir að komast á leikinn því að langt er á milli Saratov og Volgograd.

„Við vorum ekkert vissir, þó að við tækjum þetta flug, hvort við næðum á leikinn því þetta eru 400 kílómetrar og við vissum ekkert um umferð eða vegakerfið. Við tókum bara sénsinn.“

Þeir náðu að bóka leigubíl sem beið eftir þeim á flugvellinum en fram undan var kapphlaup við tímann. Í fluginu uppgötvuðu þeir þó að Saratov og Volgograd væru í mismunandi tímabeltum og græddu þeir því auka klukkustund. „Það var enginn smá léttir þegar við komumst að því að við höfðum auka klukkutíma,“ segir Bergur hlæjandi.

Frændurnir báðu leigubílstjórann um að keyra hraðar en fengu þau svör að hann væri hræddur við hraðamyndavélar. „Við spurðum hann hvað sektin kostaði og það var í mesta lagi fimm þúsund rúblur. Við borguðum bara fimm þúsund rúblur aukalega og sögðum honum að gefa í eins og hann vildi. Sem hann og gerði.“

Tók fram úr heilu bílalestunum

Við tók 400 kílómetra bílferð þar sem sem ekkert var stoppað á leiðinni, „nema einu sinni til að pissa“. Leigubílstjórinn tók beiðni þeirra um að stíga á bensíngjöfina bókstaflega og stóð frændunum ekki á sama þegar hann tók fram úr heilu bílalestunum þrátt fyrir að bílar væru að koma á móti.

Þeir náðu þó til Volgograd í tæka tíð og gott betur en það. „Svo vorum við bara komnir tveimur tímum fyrir leik. Við héldum að við þyrftum að fara með draslið okkar beint á völlinn en við náðum að slaka aðeins á, fá okkur bjór og svo vorum við komnir í stemninguna. Þetta bjargaðist,“ segir Bergur, ánægður með bílferðina.

Misstu flugið til baka

Óförum þeirra var þó ekki lokið þá, því daginn eftir kom í ljós að búið var að taka af þeim sætin í flugvélinni til baka frá Volgograd. Þeir fengu þau skilaboð að þar sem að þeir hefðu ekki mætt í fyrri fluglegg þá gætu þeir ekki mætt í þann seinni. „Við þurftum að gjöra svo vel að kaupa okkur nýtt flug til baka.“

„Þetta var orðið svo mikið vesen að við vorum að hugsa um að halda bara áfram og fara til Rostov á næsta leik. Þetta var orðið svo dýrt hvort eð er. En við þurftum að fara í vinnu, annars væri maður ennþá þarna.“

Bergur segir stemninguna hafa verið ævintýralega góða þrátt fyrir að úrslitin hafi verið vonbrigði. Hann segir ólýsanlegt að fá að upplifa slíkan viðburð og að ferðalagið hafi verið þess virði.

Hann er ekki sérstaklega bjartsýnn fyrir leikinn á móti Króatíu en vonar svo sannarlega að strákunum okkar takist að vinna hann. „Þeir geta allt þessir strákar, þeir hafa sýnt það áður,“ bætir Bergur við áður en hann hoppar upp í enn eitt flugið, í þetta sinn frá Stokkhólmi til Gautaborgar, þar sem hann starfar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Unaðsvörur , ódýrar kynl...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...