Flutningur HM-kórsins frumsýndur

Á þriðja leikdegi Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er loks komið að frumsýningu flutnings fyrsta íslenska stafræna kórsins á laginu „Ég er kominn heim“. Verkefnið var unnið á vegum mbl.is og Samsung og lögðu þúsundir leið sína inn á vefinn til að skoða HM kórinn.

Fjöldi fólks lagði kórnum lið og afraksturinn er flottur flutningur lagsins vinsæla. Undanfarna daga og vikur hefur allt snúist um fótbolta og með HM kórnum var öllum Íslendingum gefið tækifæri á að láta rödd sína berast til Rússlands.

Kórinn sýnir vel þá einstöku samstöðu sem myndast hefur í kring um knattspyrnulið okkar Íslendinga og ætti að blása öllum þeim sem horfa móð brjóst fyrir leikinn gegn Króatíu sem hefst klukkan 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert