Leggja til brú yfir fjörðinn

Norska verkfræðistofan Multiconsult leggur til að um 800 metra löng ...
Norska verkfræðistofan Multiconsult leggur til að um 800 metra löng brú verði lögð frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Teikning/Multiconsult

„Þessar niðurstöður segja okkur að það eru aðrir kostir mögulegir,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við Morgunblaðið. Niðurstöður úr rýni á tillögum að endurbótum á Vestfjarðavegi, sem norska verkfræðistofan Multiconsult kemst að, voru kynntar á opnum fundi í gærkvöldi, en í niðurstöðunum kemur fram tillaga sem ekki hefur litið dagsins ljós áður. Sveitarstjórn og Vegagerðin höfðu ákveðið að fara svokallaða Þ-H leið en sú ákvörðun hafði mætt andspyrnu, meðal annars vegna þess að leiðin liggur um náttúruverndarsvæðið Teigsskóg, sem hefði orðið fyrir talsverðu raski vegna framkvæmdanna. „Teigsskógur er náttúruverndarsvæði sem nýtur verndar 61. greinar náttúruverndarlaga,“ segir Ingibjörg, en í lögunum stendur m.a. að forðast beri að raska vistkerfum og jarðminjum nema brýna nauðsyn beri til. „Við töldum okkur vera búin að finna þessa brýnu nauðsyn en nú er spurning þegar þessi kostur er kominn sem þarna er lagður fram hvort sá rökstuðningur sé farinn,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þarna er hægt að fara aðra leið sem kostar svipað mikið án þess að fara yfir náttúruverndarsvæði.“

Ásamt því að fara yfir kosti og galla fyrirliggjandi tillaga leggur Multiconsult til að lögð verði brú yfir mynni Þorskafjarðar, milli Skálaness og Reykjaness. Norska tillagan er frábrugðin tillögum sem áður hafa verið kynntar að því leyti að hinn nýi vegur myndi liggja í gegnum Reykhóla um Reykhólaveginn sem þar er fyrir. Þá segir í gögnunum að umbóta væri þörf á nokkrum stöðum á veginum en samkvæmt útreikningum ætti framkvæmdin að kosta um 6,9 milljarða en Þ-H leiðin um Teigsskóg myndi kosta um 6,6 milljarða.

Þá myndi hinn nýi vegur stytta aksturstíma um rúman hálftíma en þær tillögur sem teknar eru fyrir í norsku rýninni gera allar ráð fyrir svipuðum aksturstíma.

Jarðgöng í kortunum?

Vegagerðin hafnaði fyrir nokkrum árum hugmyndum um að vegurinn yrði lagður í jarðgöngum undir Hjallaháls. Þeim hugmyndum hefur þó verið af sumum haldið á lofti, sérstaklega vegna þess að Teigsskógur yrði þá ekki fyrir hnjaski, og fá þær hugmyndir nokkra athygli í rýninni frá Multiconsult. Þar er m.a. lagt til að stytta jarðgöngin og að þvera Djúpafjörð innar í firðinum. Ingibjörg segir að þrátt fyrir þessa greinargóðu rýni komi þetta ekki til greina. „Hún er eiginlega bara að rökstyðja það hversu dýrt þetta er. Jú, það er hægt að gera styttri göng en þá lengist vegurinn og þeir eru því aðallega að staðfesta kostnaðinn,“ segir Ingibjörg og bætir við að kostnaðurinn við slíka framkvæmd hafi ætíð verið stærsta hindrunin í málinu en einnig að gangagerð taki að jafnaði langan tíma.

Verður að gerast sem fyrst

Umræða um umbætur á Vestfjarðavegi hefur í áraraðir verið á vörum margra íbúa Reykhólahrepps og fleiri íbúa á Vesturlandi. Eins og áður segir hefur náttúruverndarsvæði Teigsskógur verið helsta þrætueplið, en árið 2008 voru háð tvö dómsmál fyrir Hæstarétti vegna áætlaðra framkvæmda á svæðinu.

Ingibjörg segir að þrátt fyrir að ýmis álitaefni séu uppi um vegaframkvæmdir á svæðinu séu íbúar sammála um eitt; breytinga sé þörf sem fyrst.

„Í upphafi þessarar vinnu [rýnivinnu Multiconsult] vorum við með íbúafund þar sem fólk fékk tækifæri á að koma og hitta ráðgjafana áður en þeir færu af stað. Þá voru þeir bara búnir svona rétt að rýna þetta og vildu fá að heyra frá fólkinu hvað það sæi fyrir sér og þá kom í ljós að það voru allar raddir uppi. Eitt sameiginlegt atriði kom úr fundinum og það var að þetta yrði að gerast strax. Það var eini sameiginlegi punkturinn.“

Innlent »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu á aðfangadag fyrir utan Norðaustur- og Austurland þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...