Leggja til brú yfir fjörðinn

Norska verkfræðistofan Multiconsult leggur til að um 800 metra löng ...
Norska verkfræðistofan Multiconsult leggur til að um 800 metra löng brú verði lögð frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Teikning/Multiconsult

„Þessar niðurstöður segja okkur að það eru aðrir kostir mögulegir,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við Morgunblaðið. Niðurstöður úr rýni á tillögum að endurbótum á Vestfjarðavegi, sem norska verkfræðistofan Multiconsult kemst að, voru kynntar á opnum fundi í gærkvöldi, en í niðurstöðunum kemur fram tillaga sem ekki hefur litið dagsins ljós áður. Sveitarstjórn og Vegagerðin höfðu ákveðið að fara svokallaða Þ-H leið en sú ákvörðun hafði mætt andspyrnu, meðal annars vegna þess að leiðin liggur um náttúruverndarsvæðið Teigsskóg, sem hefði orðið fyrir talsverðu raski vegna framkvæmdanna. „Teigsskógur er náttúruverndarsvæði sem nýtur verndar 61. greinar náttúruverndarlaga,“ segir Ingibjörg, en í lögunum stendur m.a. að forðast beri að raska vistkerfum og jarðminjum nema brýna nauðsyn beri til. „Við töldum okkur vera búin að finna þessa brýnu nauðsyn en nú er spurning þegar þessi kostur er kominn sem þarna er lagður fram hvort sá rökstuðningur sé farinn,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þarna er hægt að fara aðra leið sem kostar svipað mikið án þess að fara yfir náttúruverndarsvæði.“

Ásamt því að fara yfir kosti og galla fyrirliggjandi tillaga leggur Multiconsult til að lögð verði brú yfir mynni Þorskafjarðar, milli Skálaness og Reykjaness. Norska tillagan er frábrugðin tillögum sem áður hafa verið kynntar að því leyti að hinn nýi vegur myndi liggja í gegnum Reykhóla um Reykhólaveginn sem þar er fyrir. Þá segir í gögnunum að umbóta væri þörf á nokkrum stöðum á veginum en samkvæmt útreikningum ætti framkvæmdin að kosta um 6,9 milljarða en Þ-H leiðin um Teigsskóg myndi kosta um 6,6 milljarða.

Þá myndi hinn nýi vegur stytta aksturstíma um rúman hálftíma en þær tillögur sem teknar eru fyrir í norsku rýninni gera allar ráð fyrir svipuðum aksturstíma.

Jarðgöng í kortunum?

Vegagerðin hafnaði fyrir nokkrum árum hugmyndum um að vegurinn yrði lagður í jarðgöngum undir Hjallaháls. Þeim hugmyndum hefur þó verið af sumum haldið á lofti, sérstaklega vegna þess að Teigsskógur yrði þá ekki fyrir hnjaski, og fá þær hugmyndir nokkra athygli í rýninni frá Multiconsult. Þar er m.a. lagt til að stytta jarðgöngin og að þvera Djúpafjörð innar í firðinum. Ingibjörg segir að þrátt fyrir þessa greinargóðu rýni komi þetta ekki til greina. „Hún er eiginlega bara að rökstyðja það hversu dýrt þetta er. Jú, það er hægt að gera styttri göng en þá lengist vegurinn og þeir eru því aðallega að staðfesta kostnaðinn,“ segir Ingibjörg og bætir við að kostnaðurinn við slíka framkvæmd hafi ætíð verið stærsta hindrunin í málinu en einnig að gangagerð taki að jafnaði langan tíma.

Verður að gerast sem fyrst

Umræða um umbætur á Vestfjarðavegi hefur í áraraðir verið á vörum margra íbúa Reykhólahrepps og fleiri íbúa á Vesturlandi. Eins og áður segir hefur náttúruverndarsvæði Teigsskógur verið helsta þrætueplið, en árið 2008 voru háð tvö dómsmál fyrir Hæstarétti vegna áætlaðra framkvæmda á svæðinu.

Ingibjörg segir að þrátt fyrir að ýmis álitaefni séu uppi um vegaframkvæmdir á svæðinu séu íbúar sammála um eitt; breytinga sé þörf sem fyrst.

„Í upphafi þessarar vinnu [rýnivinnu Multiconsult] vorum við með íbúafund þar sem fólk fékk tækifæri á að koma og hitta ráðgjafana áður en þeir færu af stað. Þá voru þeir bara búnir svona rétt að rýna þetta og vildu fá að heyra frá fólkinu hvað það sæi fyrir sér og þá kom í ljós að það voru allar raddir uppi. Eitt sameiginlegt atriði kom úr fundinum og það var að þetta yrði að gerast strax. Það var eini sameiginlegi punkturinn.“

Innlent »

Vill segja sem minnst um veðrið

06:33 „Best að segja sem minnst um veðrið [í] næstu viku, því ekki virðist blessuð sólin ætla að sýna sig mikið,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Í dag er spáð rigningu sunnan- og vestanlands og helgarspáin „því miður lítt skárri“. Meira »

Vatnasund nýtur vaxandi vinsælda

06:30 Við Hafravatn var hópur fólks að synda í blíðviðrinu í dag. Þau sögðust vera að æfa fyrir Urriðavatnsþrautina sem fram fer á Egilstöðum laugardaginn 28. júlí. Sundið er þriðja þrautin af fjórum, í Landvætta áskorun sem þau taka þátt í á vegum Ferðafélags Íslands. Meira »

Börnin hans Hemma Gunn í Magasínið

06:30 Börnin hans Hemma Gunn slógu í gegn á sínum tíma. Þau mæta Í Magasínið, síðdegisþátt K100 á næstu dögum. Fanney Sigurðardóttir reið á vaðið. Hún segist muna þetta líkt og gerst hefði í gær. Meira »

Er vonsvikinn með vaxandi skattbyrði

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsir yfir vonbrigðum sínum með þróun skattbyrðar á tímabilinu 2009-2017, en svar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Óla Björns um skatttekjur ríkissjóðs á árunum 2009-2017 birtist nýlega á vef Alþingis. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingólfsson

05:30 Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri, lést í gær, 73 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 9.desember 1944 og ólst þar upp. Meira »

Hræðast ástandið

05:30 „Það er oft mikill reykur hér og við finnum lykt af honum. Það hefur einnig verið þannig að við sjáum ekki í fjöllin,“ segir Lena Monica Fernlund í samtali við Morgunblaðið, en hún er ásamt manninum sínum, Guðna Kristjáni Ágústssyni, búsett í bænum Oviken í Svíþjóð. Meira »

Blóðtaka fyrir Grundarfjörð

05:30 Ákvörðun FISK Seafood ehf. um að loka rækjuvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði kemur illa við bæinn og er mikil blóðtaka að mati Jósefs Ó. Kjartanssonar, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Meira »

Svandís hugsi yfir afstöðu ljósmæðra

05:03 „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Sex ljósmæður til viðbótar hafa sagt upp störfum á síðustu dögum. Meira »

Kveikt í gervigrasi á ÍR-vellinum

00:10 Kveikt var í gervigrasrúllum á umráðasvæði ÍR í Breiðholti í kvöld. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. Meira »

Byssa fannst hjá bílþjófum

Í gær, 22:59 Í morgun stöðvuðu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu par á stolnum bíl, en í bílnum fundust einnig fíkniefni og skotvopn, en búið var að saga framan af hlaupi byssunnar og stytta skeftið. Meira »

Íslendingar forðist að elta Breta

Í gær, 22:30 Allyson Pollock hefur staðið í málaferlum við breska ríkið vegna breytinga á opinbera heilbrigðiskerfi landsins. Í lögsókninni naut hún stuðnings enska eðlisfræðingsins Stephen Hawking, sem hún segir í samtali við mbl.is að hafi brunnið fyrir NHS. Meira »

Gerðardómur eins og happadrættismiði

Í gær, 21:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram áður felldan samning. Meira »

Hringvegurinn í sjötta sæti

Í gær, 20:25 Ferðalag um íslenska hringveginn er í sjötta sæti á lista yfir heimsins bestu ferðalög (e. The World‘s Best Journeys) sem settur var saman af kanadísku ferðaskrifstofunni Flight Network í samstarfi við rúmlega fimm hundruð aðra aðila. Meira »

Öflugasta hljóðkerfi í sögu Íslands

Í gær, 20:20 Mikill hasar verður í Laugardalnum næstu vikuna þar sem að undirbúningur fyrir tónleika Guns N‘ Roses er farinn á fullt. Um 160 manns koma að verkefninu sem er gríðarlega umfangsmikið. Hljóðkerfið verður það stærsta í íslenskri tónlistarsögu, segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna. Meira »

Vinna stöðvuð á þaki húss

Í gær, 19:27 Vinnueftirlitið bannaði vinnu á þaki húss við Nethyl 2b í Reykjavík, þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum. Meira »

Tekist „ótrúlega vel“ þrátt fyrir vætu

Í gær, 19:20 Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni, segir malbikunarverkefni sumarsins á landinu öllu ganga vel þrátt fyrir vætutíð. Skilyrði til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu ekki verið með besta móti og því hafa stór verkefni setið nokkuð á hakanum það sem af er sumri. Meira »

Samherji keypti í Eimskip

Í gær, 18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

Í gær, 18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

Í gær, 17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »
VW Passat Highline '06
VW Passat Ár 2005 Akstur 193.000 Eldsneyti Bensín Skipting Sjálfskiptur ...
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Bókalind - antikbókabúð
Er antikbókabúð og höfum við á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum m...
Mercedes Benz GLK 250 CDI - 2011 árgerð
Bens GLK 250cdi, árgerð 2011, ekinn 92 þús km., krókur, leður o.fl. Verð 3 millj...