Jarðskjálfti af stærð 4,2 á Reykjaneshrygg

Mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 4,2 varð um tíu kílómetra suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg rétt fyrir miðnætti og annar af stærð 3,8 fylgdi strax í kjölfarið.

Síðdegis í dag mældust einnig tveir skjálftar um og yfir 3 að stærð á svipuðum slóðum.

mbl.is