Lyf sem innihalda valsartan innkölluð

Nokkur lyf sem innihalda valsartan, sem er notað í meðferð …
Nokkur lyf sem innihalda valsartan, sem er notað í meðferð við háþrýstingi og hjartabilun, hafa verið innkölluð af Lyfjastofnun. mbl.is/Hjörtur

Lyfjastofnun hefur innkallað nokkur lyf sem innihalda valsartan, sem er notað í meðferð við háþrýstingi og hjartabilun. Stofnuninni var gert viðvart um mengun í virka efninu valsartan sem framleitt er af Xheijang Huahai Pharmaceuticals.

Í varnaðarskyni hefur Lyfjastofnun ákveðið, líkt og systurstofnanir í Evrópu undir yfirumsjón Lyfjastofnunar Evrópu, að innkalla þau lyf sem mengunin kann að hafa haft áhrif á. Lyf sem innihalda valsartan frá Xheijang Huahai Pharmaceuticals hafa verið innkölluð og sala á þeim þar með stöðvuð í apótekum.

Lyfjastofnun vinnur nú að því í samvinnu við systurstofnanirnar í Evrópu að fá yfirsýn yfir umfang málsins og leita annarra leiða fyrir þá sjúklinga sem tekið hafa umrædd lyf. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun segir að vel verði fylgst með framvindu mála og upplýsingum miðlað eins og þörf krefur.

Eftirfarandi lyf hafa verið innkölluð:

Heiti lyfs

Vörunúmer

Valpress filmhtfl 80 mg 98 stk

09 80 59

Valpress filmhtfl 160 mg 98 stk

09 80 68

Valpress Comp filmhtfl 172, 5 mg 98 stk

13 23 61

Valpress Comp filmhtfl 92, 5 mg 98 stk

13 23 72

Valsartan Ratiopharm filmhtfl 160 mg 98 stk

39 57 32

Valsartan Ratiopharm filmhtfl 40 mg 14 stk

41 06 49

Valsartan Ratiopharm filmhtfl 80 mg 98 stk

53 86 96

Valsartan / Hydrochlorothiazide Ratiopharm filmhtfl 172,5 mg 98 stk

15 92 95

Valsartan / Hydrochlorothiazide Ratiopharm filmhtfl 185 mg 98 stk

50 12 25

Valsartan / Hydrochlorothiazide Ratiopharm filmhtfl 92,5 mg 98 stk

54 67 22

 

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er notendum lyfjanna óhætt að halda áfram að taka þau þar til þeir hafa tækifæri til að ræða við lækni um breytta meðferð. Ef notendur hafa áhyggjur er þeim bent á að hafa samband við lækni eða lyfjafræðing í apóteki til að fá frekari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert