Stóðu vaktina í nótt

Verksmiðjan á Bakka.
Verksmiðjan á Bakka. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Slökkvilið Norðurþings stóð vaktina við kísilverið á Bakka við Húsavík í nótt eftir að eldur kom upp í verinu um klukkan 20 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra verður staðan metin með morgninum en ekkert hefur komið upp á í nótt.

Allt tiltækt slökkviliðs Norðurþings var kallað út ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar í gærkvöldi eftir að eldur kom upp á milli 4. og 5. hæðar í ofnhúsi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan mun rannsaka eldsupptök og ekki meira hægt að segja um brunann að svo komnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is