Þyrla sótti slasaða konu að Skógum

TF-GNA var kölluð út á tíunda tímanum til að sækja …
TF-GNA var kölluð út á tíunda tímanum til að sækja konu sem slasaðist við Skógafoss. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GNA, var kölluð út á tíunda tímanum til þess að sækja slasaða konu við Skógafoss. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi LHG við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá. 

Konan var flutt á Landspítala til aðhlynningar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar, en hún slasaðist eftir fall.

Þetta var þriðja þyrluútkallið sem Landhelgisgæslan sinnti í dag, en áhöfn TF-GNA hafði fyrr í dag sótt tvo örmagna göngumenn að Langasjó og voru þeir hífðir um borð í þyrluna.

Þá tók TF-SYN þátt í leit að hvítabirni á Melrakkasléttu framan af degi, en á þriðja tímanum var hún kölluð þaðan og út í Héraðsflóa, þar sem bátur hafði sokkið eftir að eldur kom að honum. Þar varð mannbjörg, en þyrlan hífði skipverjann um borð úr björgunarbáti sínum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert