Farið á aðra jökla til öryggis

Svínafellsjökull.
Svínafellsjökull. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Fyrirtæki sem auglýsa skipulagðar ferðir á Svínafellsjökul hafa undanfarið leitað á aðra jökla með viðskiptavini sína, t.d. Skaftafellsjökul, vegna sprungunnar sem liggur á ská niður vesturhlíð Svínafellsheiðar.

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands komu um helgina fyrir síritandi mælum við sprunguna, en ekki er útilokað að stórt berghlaup geti orðið á svæðinu. Ríkisstjórnin ræddi málið á fundi sínum í gær.

Almannavarnir vöruðu í lok júní við ferðum á jökulinn og mæltust til þess að ferðaþjónustuaðilar færu ekki með hópa upp á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum á hann.

Hafa dregið úr ferðum

Ólafur Sigurðsson hjá Ferðaþjónustunni Svínafelli segir að eftir íbúafund í maí sl. hafi dregið snögglega úr umferð í grennd við sprunguna.

„Menn fara ekki mikið upp á fjallið sjálft, en voru mikið að fara á jökulinn fyrir neðan þetta. Eftir þennan fund sem var um daginn hafa menn dregið verulega úr því,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert