Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 nærri Gjögurtá

Skjálftinn varð 14 kílómetra norðvestan Gjögurtár, í mynni Eyjafjarðar.
Skjálftinn varð 14 kílómetra norðvestan Gjögurtár, í mynni Eyjafjarðar. Kort/map.is

Jarðskjálfti, 3,7 að stærð, varð um 14 kílómetra norðvestur af Gjögurtá kl. 21:10 í kvöld. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu svo í kjölfarið, samkvæmt tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands.

Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri, en skjálftar af þessari stærð verða af og til á þessu svæði, samkvæmt Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert