Spennuþrunginn fundur NATO í dag

AFP

Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins halda til fundar í Brussel í dag á spennuþrungnum tíma. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt aðildarríkin, sér í lagi Þjóðverja, fyrir að standa ekki við samþykkt framlög til NATO, eða 2% af landsframleiðslu.

Er talið líklegt að ummæli hans varpi skugga á fundinn. 

Ítarlega er fjallað um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn fyrir hönd Íslendinga. Katrín mun m.a. funda með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og fulltrúum ICAN, samtaka um kjarnaafvopnun, sem hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra.

Þrátt fyrir gagnrýni Trump segist Guðlaugur ekki telja að samstöðu bandalagsþjóðanna verði ógnað. „Þetta snýst ekki bara um orð, heldur gerðir,“ sagði hann og benti á að Bandaríkjamenn hefðu í verki sýnt fram á áframhaldandi hollustu við NATO. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert