Talinn efnilegastur í Evrópu

Blær Örn tekur hér við gullverðlaunum á alþjóðlegu stórmóti í …
Blær Örn tekur hér við gullverðlaunum á alþjóðlegu stórmóti í frisbígolfi í Bretlandi. Ljósmynd/Íslenska frisbígolfsambandið

Blær Örn Ásgeirsson gerði sér lítið fyrir og sigraði á bresku stórmóti í frisbígolfi, British Open, um síðustu helgi. Yfir níutíu keppendur tóku þátt í mótinu og þar af níu Íslendingar. Blær er ekki nema fimmtán ára gamall og er talinn eitt helsta efni íþróttarinnar í Evrópu, að sögn Birgis Ómarssonar, formanns Íslenska frisbígolfsambandsins.

Blær Örn segist fyrst hafa kynnst íþróttinni fyrir þremur árum. Var hann þá á ferðalagi á Vestfjörðum með félaga sínum og rakst á nýopnaðan frisbígolfvöll á Flateyri. Upp frá því fór hann að æfa sig. „Ég fékk frisbídiska í afmælisgjöf í kjölfar vesturferðarinnar og keypti m.a. körfur í garðinn minn til að geta æft mig heima fyrir. Svo fór ég að keppa á vikulegum mótum og fyrr en varði byrjaður að keppa reglulega úti í löndum.“ 

Minni hlaup en í fótboltanum

Blær segist finna fyrir miklum áhuga á íþróttinni á Íslandi, sem fer ört vaxandi. „Þetta er enn þá frekar lítil íþrótt á Íslandi en stækkar mjög hratt og alltaf fleiri og fleiri að byrja að spila, sem er bara frábært.“ Hann segir jafnframt einhverja vini sína spila frisbígolf, þó að enginn hafi keppt í íþróttinni líkt og hann.

Blær segist ekki spila golf en hann æfði fótbolta í sjö ár áður en hann fékk frisbígolfdelluna. Hann hætti í fótboltanum til að einbeita sér að frisbígolfinu. „Það er minna hlaup í þessu en fótboltanum,“ segir Blær og hlær.

Hann var að vonum ánægður með árangurinn á breska stórmótinu og fékk hann m.a. peningaverðlaun fyrir sigurinn, sem hann má þó ekki taka við. „Ég má ekki taka við peningunum því ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu, það eru reglur sem segja til um það. Fékk frisbídiska í staðinn,“ segir Blær kátur en hann má keppa í unglingaflokki fram að 18 ára aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »