Meira en 10 milljarða ónýttur persónuafsláttur

Björn Leví í ræðustóli Alþingis.
Björn Leví í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega helmingur heildarupphæðar ónýtts persónuafsláttar árin 2016 og 2017 kom frá einstaklingum í aldurshópnum sextán til tuttugu ára. Alls voru rúmlega fjórir og hálfur milljarður afgangs hvort árið frá þessum aldurshópi einum og sér.

Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, sem birt var á vef Alþingis í gær, kemur fram að alls voru rúmlega 30.000 einstaklingar hvort árið með ónýttan persónuafslátt. Flestir eru á aldrinum 16-20 ára eða um 14.000 en fæstir eru á aldrinum 51-66 ára eða rétt rúmlega 2.000 manns.

Heildarupphæð ónýtts persónuafsláttar var samtals yfir tíu milljörðum bæði árin. Af þeirri heildarupphæð eru rúm 75% frá einstaklingum yngri en 35 ára. 

Svar ráðherra má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert