Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

Vélmennið fær aðstoð frá sprengjudeildarmönnum.
Vélmennið fær aðstoð frá sprengjudeildarmönnum. mbl.is/Valli

Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd.

Eins og sjá má lætur vélmennið vel að stjórn, það er með innbyggðri myndavél, fálmara og ferðast um á belti eins og lítill skriðdreki.

Það minnir óneitanlega á vélmennið Wall-e úr samnefndri bíómynd, og ekki leiðum að líkjast.

mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert