Handteknir í Hafnarfirði

mbl.is/Hjörtur

Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði síðdegis í gær. Þeir eru grunaðir um framleiðslu og ræktun fíkniefna. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þremenningarnir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var svo ökumaður bifreiðar, sem ekið hafði verið á 145 kílómetra hraða á klukkustund við Gullinbrú, stöðvaður. Hámarkshraði á svæðinu er 60 km/klst.

Ökumaðurinn, sem er sautján ára, var í framhaldinu sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var unnið að málinu með aðkomu foreldris og tilkynningu til barnaverndar.

Í gær var einnig ungur ökumaður stöðvaður á ofsahraða við Smáralind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert