Öflugasta hljóðkerfi í tónlistarsögu Íslands

Verið er að reisa sviðið fyrir tónleika Guns N' Roses.
Verið er að reisa sviðið fyrir tónleika Guns N' Roses. Ljósmynd/Aðsend

Mikill hasar verður í Laugardalnum næstu vikuna þar sem að undirbúningur fyrir tónleika Guns N‘ Roses er farinn á fullt. Um 160 manns koma að verkefninu sem er gríðarlega umfangsmikið. Hljóðkerfið verður það stærsta í íslenskri tónlistarsögu, segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Öflugasta hljóðkerfið

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll,“ er haft eftir Friðriki Ólafssyni í tilkynningunni.

„Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað,“ er einnig haft eftir Friðriki í tilkynningunni.

„Samanborið við þá tónleika sem áður voru taldir stærstir á Íslandi, sem voru Rammstein í fyrra, þá var það helmingurinn af því sem þetta er núna,“ segir Björn Teitsson, skipuleggjandi tónleikana í samtali við mbl.is.

Tölvugerð teikning þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau ...
Tölvugerð teikning þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag. Mynd/Tómas Pétursson

Þriggja tíma keyrsla

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opnað verður fyrir aðgang á svæðið klukkan 16:30. Guns N‘ Roses stíga á svið klukkan 20 og „búast má við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir, segir í tilkynningunni.

Björn segist reikna með því að meðlimir Guns N‘ Roses verðir stundvísir og láti ekki bíða eftir sér.

„Í þessum túr hefur fagmennskan skinið í gegn sem var náttúrulega alls ekki málið með þessa hljómsveit forðum daga. Þetta eru rólyndismenn í dag það hefur allt gengið smurt í þessum túr. Þeir hafa verið stundvísir og hafa verið að spila feikilega langa og góða tónleika,“ segir Björn og reiknar með að þetta verði „bara keyrsla“ í þrjá tíma og bætir því við að hljómsveitin taki sér ekki hlé á tónleikunum.

Hljómsveitin Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun klukkan 18 og svo mun íslenska stórsveitin Brain Police taka við keflinu.

„Fyrir íslenska aðdáendur fannst okkur mikilvægt að fá íslenska sveit þarna inn sem skýrir aðkomu Brain Police. Við erum búnir að vera rosalega ánægðir með viðbrögðin við þeim fréttum og að Brain Police sé tilbúin að koma saman,“ segir Björn.

Risastórt svið

Sviðið verður 65 metra breitt og 22 metrar á hæð þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fer fram, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum.

Starfsfólk hefur þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir Laugardalsvöllinn sem mun vernda grasið. Gólfið sem er frá fyrirtækinu ArmorDeck þykir með því fullkomnasta sem gerist í verndun á grasi fyrir stórviðburði, segir einnig í tilkynningunni.

Undirbúningurinn er mjög umfangsmikill.
Undirbúningurinn er mjög umfangsmikill. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskrar tungu nú á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

07:00 Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Umhleypingar og vætutíð

06:56 Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Opnað inn á heiðina

05:30 Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði. Meira »

Lúpínan breiðir úr sér næstu árin

05:30 Búast má við því að með hlýnandi veðurfari og minnkandi sauðfjárbeit muni útbreiðsla alaskalúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldast á næstu áratugum. Meira »

Þúsund eru án lífeyris

05:30 Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna. Meira »

Brýtur ekki í bága við lög eða skuldbindingar

05:30 Lögin um að heimila ráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða ganga hvorki í berhögg við lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála né ákvæði Árósasamningsins. Meira »

Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin

05:30 Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Íslands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Meira »

Munu mótmæla NATO-æfingum

05:30 „Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það athugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið heræfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni.“ Meira »

Leita til lækna eftir meðferð úti

05:30 „Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum, og vísar í máli sínu til ferða Íslendinga til tannlækna í Austur-Evrópu. Meira »

Skipstjóri skútunnar handtekinn

Í gær, 21:39 Skipstjóri skútunnar sem kom að landi á Rifi um kl. 21 í kvöld var handtekinn við komuna þangað af lögreglunni á Vesturlandi. Hann var einn á ferð og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn síðustu nótt. Meira »

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Í gær, 21:10 Lögreglan sektaði 70-80 ökumenn um helgina fyrir að leggja bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að honum þyki „leiðinlegt að sekta fólk fyrir kjánaskap“. Meira »

Skútan komin til hafnar á Rifi

Í gær, 20:01 Skútunni Inook var stolið úr Ísafjarðarhöfn í nótt. Varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa veitt henni eftirför í dag. Skútan kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi um kl. 21 í kvöld og voru tveir sérsveitarmenn á meðal þeirra sem veittu henni móttöku. Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

Í gær, 19:15 Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði

Í gær, 18:57 Verðmæti útfluttra þorskafurða frá aldamótum jafngildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Meira »
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
AUDI A6
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 165 þús. Bose hljóðkerfi, leður...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...