Íslenskir bændur aflögufærir

Heyskapur hefur verið mjög góður á Norður- og Austurlandi og …
Heyskapur hefur verið mjög góður á Norður- og Austurlandi og bændur eiga eflaust nóg af heyi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu í dag um verðlagningu á íslensku heyi sem bændur í Noregi og víðar vilja fá að kaupa og flytja til síns heima.

Eins og áður hefur verið greint frá hafa miklir þurrkar í Noregi sett svip sinn á landbúnað þarlendis og alvarlegur skortur er á fóðri fyrir búfénað í landinu.

Mikið til af fyrningum

Sigurður segir heykaupin vera raunhæfan möguleika og að einhverjir íslenskir bændur séu aflögufærir. „Sumir eru það, það var mjög góður heyfengur eiginlega alls staðar á landinu í fyrra svo að margir ættu að eiga verulegar fyrningar frá sumrinu í fyrra. Núna er góður heyskapur á Norður- og Austurlandi. Það hefur náttúrulega rignt mikið á Suður- og Vesturlandi en það hefur lagast síðustu daga þannig að fólk hefur nú verið að ná sér á strik þar. Það ætti að vera til nóg af nýju heyi á Norður- og Austurlandi alla vega og líka annars staðar eftir því hvernig tíðin verður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert