Vegir uppfylla ekki kröfur

„Vegirnir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona fjölfarinna vega. Það sem gerir þetta svo enn verra er þegar merkingar eru í ólagi og það er því miður töluvert um að yfirborðsmerkingum á Íslandi sé ábótavant,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Vísar hann í máli sínu til einnar vinsælustu akstursleiðar landsins, Gullna hringsins svonefnda, en þar eru víða yfirborðsmerkingar á vegum óljósar, lélegar eða fjarverandi með öllu. Runólfur segir þetta geta skapað ýmsar hættur. „Það getur m.a. haft þau áhrif að fólk heldur að því sé óhætt að leggja úti í vegkanti.“

Vegagerðin vísar á veðrið

Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi, segir mikið verk óunnið á svæðinu og að erfiðlega hafi gengið að mála merkingar á vegi sökum veðurs. „Þetta er auðvitað öryggisatriði,“ segir Svanur og vísar til vegmerkinga á þjóðvegum en ítarlega er fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »