„Þetta er bara ónýt vertíð“

Þessar býflugur hafa varla látið sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í …
Þessar býflugur hafa varla látið sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar fólk fer að vinna í garðinum og svona þá rekst það á geitunga hér og þar. Ef það er gott veður þá er hringt í okkur en annars ekki,“ segir Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir. Lítið hefur verið af geitungum og býflugum á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið.

„Þetta er bara ónýt vertíð. Þegar náttúran er svona þá er fólk rólegt í tíðinni og sumarið rólegt hjá okkur. Við erum aðallega að sinna því sama og á veturna, eitrum fyrir silfurskottur og bjöllur heima hjá fólki og annað slíkt,“ bætir hann við.

Í umfjöllun um viðkomu geitunga í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur býflugur og geitunga einfaldlega fjölga sér minna þegar veður er vott og kalt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert