Grilla 1.000 hamborgara og borða 50 kg af humri

Jafnan myndast löng röð þegar boðið er upp á humslur …
Jafnan myndast löng röð þegar boðið er upp á humslur í Þorlákshöfn. Ljósmynd/UMFÍ

Sjálfboðaliðar frá Ungmennafélaginu Þór og knattspyrnufélaginu Ægi hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið um 50 kg af af humarpylsum á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið er í Þorlákshöfn nú um helgina.

Á bilinu 5.000 – 8.000 manns eru staddir í Þorlákshöfn vegna Unglingalandsmótsins.

Götuhjólreiðar eru ein nýju greinanna sem hefur notið vinsælda.
Götuhjólreiðar eru ein nýju greinanna sem hefur notið vinsælda. Ljósmynd/UMFÍ

Það er Ragnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaupin á borgurum, humri og öðru tilheyrandi. Hún segir söluna hafa gengið mjög vel, en fólk beið iðulega í löngum röðum eftir að fá sér gott í gogginn. „Þegar sól skein sem hæst var röðin eftir hamborgara og meðlæti 15-20 metra löng,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 

Humarpylsurnar eru kallar humslur, en humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu þykir mikið hnossgæti.

Humslur eru jafnan vinsælar á helstu viðburðum í Þorlákshöfn að sögn Ragnheiðar sem kveður bæjarbúa ævinlega fljóta á staðinn þegar boðið er upp á humslur.

Hart var barist á Þorlákshafnarvelli í gær.
Hart var barist á Þorlákshafnarvelli í gær. mbl.is/Arnar Þór Ingólfsson

Allt að 8.000 manns eru staddir á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn og hafa att kappi í fjölbreyttum greinum. Fjölmennustu greinarnar eru körfubolti, knattspyrna og frjálsar íþróttir, en nýjar greinar hafa þó  einnig notið mikilla vinsælda. Þeirra á meðal eru götuhjólreiðar, sandkastalagerð, strandhandbolti, dorgveiði og bogfimi.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði í ávarpi sínu við setningu mótsins í gær Unglingalandsmót UMFÍ hafa fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan geti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Mótið hafi forvarnagildi sem skili sér í betri framtíð.

Mótsgestir reyna með sér í bogfimi.
Mótsgestir reyna með sér í bogfimi. Ljósmynd/UMFÍ
Margir reyndu með sér í dorgi á Unglingalandsmótinu.
Margir reyndu með sér í dorgi á Unglingalandsmótinu. Ljósmynd/UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert