Bönnuðu vinnu við asbest

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins að Eyrarvegi á Akureyri 3. ágúst kom í ljós að verið var að rífa niður og fjarlægja byggingarefni sem innihélt asbest, án formlegs leyfis.

Vinna var stöðvuð þar sem öll vinna við asbest er leyfisskyld frá Vinnueftirlitinu og heilbrigðiseftirliti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu.  

„Asbest er hættulegt krabbameinsvaldandi efni og einungis starfsmenn sem sótt hafa sér fræðslu um hættur af völdum asbestmengunar og vinnureglur þar að lútandi mega starfa við niðurrif og hreinsun á asbesti,“ segir í tilkynningunni.

Vinna var heimiluð aftur 7. ágúst eftir að viðkomandi aðili hafði fengið viðurkenndan aðila til verksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert