Vélarvana bátur sóttur

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað út um tíuleytið í kvöld vegna lítils báts sem hafði bilað.

Hann var staðsettur við Straumnes en einn maður er um borð í bátnum.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er engin hætta á ferðinni.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að báturinn sé á leiðinni á vettvang. 

Slasaðist og féll í sjóinn í Aðalvík

Í tilkynningunni frá Landsbjörg segir að útkallið hafið verið það síðara á einum sólarhring því um miðnætti í gær sótti áhöfn bátsins eldri mann til Aðalvíkur sem hafði slasast og fallið í sjóinn.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, var maðurinn fluttur á sjúkrahús á Ísafirði um hálftvöleytið í fyrrinótt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina