Á leið umhverfis jörðina

AeroVolga LA-8 á Ísafjarðarflugvelli.
AeroVolga LA-8 á Ísafjarðarflugvelli. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Óvenjuleg flugvél lenti í gær á Ísafjarðarflugvelli. Var þetta lítil rússnesk vél af gerðinni AeroVolga LA-8 sem getur bæði lent á landi og á vatni.

Þrjár aðrar svipaðar vélar af gerðinni Borey lentu á Bíldudal í gær til að taka eldsneyti. Um er að ræða rússneskan hnattflugleiðangur, sem hófst í Samara í byrjun júlí. Var vélunum flogið þaðan yfir austurhluta Rússlands, Alaska, Kanada og Grænland.

Vélarnar munu einnig koma við á Hornafirði en þaðan er ferðinni heitið aftur til Samara, væntanlega með viðkomu í Færeyjum og víðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert