Festust í 3.900 metra hæð í vonskuveðri

Baldur Þorkelsson á hryggnum.
Baldur Þorkelsson á hryggnum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var svakalegt. Það komu vindhviður og þá þurfti maður að fara niður á hnén, næstum því leggjast niður, því þegar það kemur vindhviða og þú ert á hrygg þar sem það eru tveir kílómetrar niður hinum megin, þá má ekki mikið útaf bregða,“ segir Teitur Þorkelsson í samtali við mbl.is.

Teitur var að klífa Mont Blanc du Tacul ásamt bróður sínum Baldri í vonskuveðri þegar þeir festust í um það bil 3.900 metra hæð vegna fjallgöngugarpa sem voru á undan þeim, en Vísir greindi fyrst frá.

Þrír ítalskir fjöllgöngumenn létust fyrr í vikunni á svipuðum slóðum. Aðeins einn af þeim hefur fundist og talið er að hinir tveir hafi grafist undir ís og grjóti.

Teitur og Baldur voru komnir upp á tind Mont Blanc du Tucal sem er fjall hliðina á Mont Blanc og hugðust fara þangað næst en hættu við vegna veðurs. „Þegar maður var kominn þangað þá sá maður óveðursskýin hrannast upp frá Ítalíu. Þá ákvaðum við að fara ekki lengra,“ segir Teitur.

„Á leiðinni niður þegar við vorum ennþá í 4000 metra hæð þá var fólk ennþá á leiðinni upp. Það var byrjað að snjóa og komið rok. Þá förum við upp á þennan hrygg og allt var í þoku, byrjað að rigna og haglél öðru hvoru. Þegar við erum komnir hálfa leið þá eru þrír menn á undan okkur með þunga poka sem labba hægt og stífla leiðina. Þá vorum við orðnir fastir þarna,“ útskýrir Teitur og viðurkennir að þeim bræðrum hafi alls ekki litist á blikuna.

Teitur og Baldur voru fastir á hryggnum í slæmu veðri í 30-40 mínútur og þurftu á köflum að gera sig eins fyrirferðarlitla og mögulegt var til að taka ekki á sig vind.

Teitur segir veðurspána á svæðinu slæma og að mikið grjóthrun sé í fjöllunum núna vegna hlýinda sem hafa verið undanfarið. „Það er allt á fleygiferð hérna. Á hverjum degi þá heyrir maður mörgum sinnum á dag rosa grjóthrun,“ segir hann.

Næst á dagskrá hjá bræðrunum er að klífa Breithorn-tind sem er liður í því að venjast háfjallaloftinu og súrefnisskorti fyrir Matterhorn-tindinn sem er tæplega 4.500 metra hár.

Hryggurinn var mjór.
Hryggurinn var mjór. Ljósmynd/Aðsend
Óveðursskýin hrannast upp í hlíðum Mont Blanc du Tacul.
Óveðursskýin hrannast upp í hlíðum Mont Blanc du Tacul. Ljósmynd/Aðsend
Mikill bratti var víða á leiðinni.
Mikill bratti var víða á leiðinni. Ljósmynd/Aðsend
Bræðurnir á tindi Mont Blanc du Tacul.
Bræðurnir á tindi Mont Blanc du Tacul. Ljósmynd/Aðsend
Horft niður af tindi Mont Blanc du Tacul.
Horft niður af tindi Mont Blanc du Tacul. Ljósmynd/Aðsend
Baldur á leið upp Mont Blanc du Tacul.
Baldur á leið upp Mont Blanc du Tacul. Ljósmynd/Aðsend
Sprungur leynast víða á svæðinu.
Sprungur leynast víða á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend
Stigar eru nauðsynlegir til að komast yfir sprungurnar.
Stigar eru nauðsynlegir til að komast yfir sprungurnar. Ljósmynd/Aðsend
Horft til mannabyggða í 3.900 metra hæð.
Horft til mannabyggða í 3.900 metra hæð. Ljósmynd/Aðsend
Teitur Þorkelsson á leið í Hvítadalinn (Vallée Blanche).
Teitur Þorkelsson á leið í Hvítadalinn (Vallée Blanche). Ljósmynd/Aðsend
Veðrið var gott á leiðinni upp Mont Blanc du Tacul …
Veðrið var gott á leiðinni upp Mont Blanc du Tacul en óveðursskýin voru ekki langt undan. Ljósmynd/Aðsend
Baldur Þorkelsson í Hvítadalnum (Vallée Blanche) meðan veðrið var gott.
Baldur Þorkelsson í Hvítadalnum (Vallée Blanche) meðan veðrið var gott. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert