Dularfullur dauðdagi svifflugmanns

Guðjón hefur sankað að sér efni um svifflugmanninn þýska um …
Guðjón hefur sankað að sér efni um svifflugmanninn þýska um langa hríð. Nú skrifar hann skáldsögu upp úr efninu og er kominn vel á veg. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Jensson, bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður, hefur um nokkurt skeið rýnt í áttatíu ára gamalt mál, sem hann telur að sé í raun sakamál.

Fyrir réttum áttatíu árum, 8. júlí 1938, lést þýskur svifflugmaður að nafni Carl Reichstein í herbergi sem hann bjó í að Freyjugötu 44 í Reykjavík. Talið var að um sjálfsmorð væri að ræða en Guðjón segir að raunin gæti verið önnur og ástæður fyrir veru Þjóðverjans á Íslandi aðrar en hann hafði gefið upp.

„Opinber ástæða fyrir því að hann kom hingað til lands var sú að hann ætlaði að kenna áhugasömum Íslendingum svifflug. Það gerði hann að vísu en það gæti verið að hann hafi ekki einungis verið hér í þeim tilgangi.“

Guðjón telur að Reichstein hafi verið gyðingur, en hann segir nafn hans gefa það sterklega til kynna.

„Á þessum tíma voru nasistar að færa sig upp á skaftið í Þýskalandi og ofsóknir gegn gyðingum voru hafnar fyrir alvöru. Það hefur því ekki verið vænlegt fyrir gyðing að vera í Þýskalandi.“

Gyðingur í SS

Í grein Morgunblaðsins um dauða Reichstein, sem birtist 9. júlí, var Reichstein sagður hafa verið liðsmaður í SS, hersveit þýska nasistaflokksins. Þegar Guðjón er spurður að því hvort það sé ekki þversagnakennt þar sem Reichstein var einnig gyðingur segir Guðjón: „Mjög svo. En það eru dæmi um að það hafi verið tilfellið.“

Hér má sjá grein Morgunblaðsins um dauða Reichsteins. Guðjón nýtir …
Hér má sjá grein Morgunblaðsins um dauða Reichsteins. Guðjón nýtir sér Tímarit.is mikið til upplýsingaöflunarinnar og styðst við gamlar fréttir. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón hefur komist yfir lögregluskýrslu um andlát Reichstein sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni. „Hún fannst eftir langa leit í skjalasafni borgarfógeta. Þegar hún fannst var það mér mikill hugarléttir enda skjalasafn lögreglunnar frá þessum tíma mikill óskapnaður og það fara margar sögur af óreiðu.“ Guðjón segir skýrsluna mjög snubbótta en það vakti athygli hans að málið var afgreitt sama dag og að engin krufning fór fram á hinum látna. „Ef við rennum yfir þetta þá sjáum við hvað hefur gerst. Klukkan 12.45 er tilkynnt að maður liggi meðvitundarlaus í blóði sínu í herbergi sínu á efsta lofti Freyjugötu 44. Það vekur strax tortryggni mína að samdægurs er fullyrt að maðurinn hafi framið sjálfsmorð án þess að nokkur rannsókn hafi farið fram.“

Hinn látni var með snöru um hálsinn en hafði líka verið skorinn á púls. „Ég tel að það sé ekkert útilokað að hann hafi verið drepinn en látið hafi verið líta út fyrir að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Það er mjög óvenjulegt að fólk reyni tvöfalt sjálfsmorð og því er spurning hvort það hafi átt að vera táknrænt.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út 11. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »