Vel heppnað Vegan-festival

Vegan-pylsurnar runnu ljúft ofan í mannskapinn.
Vegan-pylsurnar runnu ljúft ofan í mannskapinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök grænmetisæta á Íslandi og Vegan-samtökin stóðu fyrir Vegan-festival á Thorsplani í Hafnarfirði í dag.

Grillaðar voru vegan-pylsur ásamt öllu meðlæti til styrktar samtökunum. Einnig buðu ýmsir aðilar upp á vegan-vörur og veitingar, bæði á torginu og í verslunum í kring. Auk þess var veganismi kynntur fyrir gestum.

Vegan-dragdrottningin Honey LaBronx frá New York sá um að halda uppi stuðinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gekk ótrúlega vel. Pylsurnar hjá okkur seldust upp og líka ísinn hjá Hafís,“ segir Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan-samtakanna, en boðið var upp á 300 pylsur frá Lindu McCartney.  

Allur ágóði rennur til styrktar samtökunum tvennum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðin stóð yfir frá klukkan 12 til 15 og mættu nokkur hundruð manns, að sögn Birkis Steins.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðin var síðast haldin fyrir tveimur árum af Samtökum grænmetisæta á Íslandi og var þessi hátíð sú þriðja í röðinni. Hún var jafnframt sú fyrsta þar sem Vegan-samtökin tóku einnig þátt.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert